Aðalsíða

Könnun fyrir kennara forprófuð

10. desember, 2011

Í mars næstkomandi verður kennarakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng kennara skv. kennaralista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í febrúar. Kennarakönnun Skólapúlsins mun einungis fara fram í mars á ári hverju og munu niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl. Kostnaður við framkvæmd kennarakönnunarinnar verður sá sami og kostnaður við framkvæmd nemendakönnunarinnar. Hægt verður að skrá skóla í kennarakönnunina frá og með næsta skólaári.

Tengiliður Skólapúlsins í skólanum hefur einnig möguleika á að prenta út þátttökukóða og fá kennara til að svara á staðnum. Nafn hvers kennara hverfur úr listanum þegar viðkomandi kennari er búinn að svara. Niðurstöður skólans verða ekki birtar fyrr en lágmarkssvarhlutfalli er náð.