Aðalsíða

Tölur um neteinelti

16. apríl, 2014

Þörf umræða um neteinelti hefur verið í gangi að undanförnu í kjölfar vefsíðu um málefnið sem opnuð var  nýverið. Í því sambandi er vert að draga fram niðurstöður á spurningu um neteinelti (Mér leið mjög illa af því sem krakkarnir sögðu um mig eða við mig á netinu.) sem finna má í Skólapúlsinum. Það sem af er þessu skólaári (september -mars) hafa 2% nemenda í 6.-10. bekk gefið til kynna að það gerist oft, 3% stundum, 7% sjaldan og 88% aldrei. Af þessu má dæma að allt að 12% nemenda í 6.-10. bekk hafi, að minnsta kosti einhvern tíma á skólaárinu, liðið mjög illa vegna einhvers sem sagt var um þau eða við þau á netinu.