Aðalsíða

Er ekki heldur snemmt að leggja fyrir könnun þegar nemendur eru bara búnir að vera í skólanum í viku?

22. maí, 2015

Svar: Í stærri skólum tekur hluti nemenda könnunina strax í september. Þeir eru valdir af handahófi úr öllum bekkjum og af báðum kynjum. Fyrsta mæling vetrarins er hugsuð sem grunnlína sem hægt er að nota síðar á skólaárinu til að sannreyna árangurinn af mögulegum breytingum sem gerðar hafa verið innan skólans. Hægt er að bíða með að leggja könnunina fyrir nemendur þar til í síðari hluta mánaðarins eða, í þeim tilfellum sem mælt er annan hvern mánuð eða sjaldnar, færa mælinguna fram í næsta mánuð.