Aðalsíða

Hvernig er aðgangi að niðurstöðum og opnum könnunum háttað?

22. maí, 2015

Svar: Sá eini sem er með aðgang að niðurstöðum á vefsvæðinu nidurstodur.skolapulsinn.is er sá/þeir sem skráðir eru sem skólastjórar í kerfinu hjá okkur (fram til vors 2017 voru tengiliðir skólanna einnig með aðgang). Þeir einir geta deilt niðurstöðum með öðrum með því að smella á „Deila“ fyrir aftan viðeigandi skýrslu (athugið að sá sem niðurstöðum er deilt með þarf að stofna reikning á vefsvæðinu fyrir það netfang sem niðurstöðum er deilt með til að geta séð þær). Á niðurstöðusíðunni býr hver notandi til sitt lykilorð þegar reikningur er stofnaður í fyrsta sinn og það breytist ekki frá ári til árs.

Sérstök lykilorð fyrir opnar kannanir –hvort sem um ræðir nemenda-, foreldra- eða starfsmannakannanir– eru hins vegar sendatengiliðum skólanna í tölvupósti þegar hver könnun hefst. Þetta lykilorð er tengt við netfang þess sem er skráður tengiliður í kerfinu okkar og er ætlað til þess að viðkomandi geti fylgst með svarhlutfalli og gengið á eftir svörum þar sem það á við. Vilji t.d. skólastjóri fara inn á vefsvæði opinnar könnunar er einfaldast að skrá sig inn með netfangi tengiliðar.