Aðalsíða

Samræmd nemendakönnun grunnskóla

10. nóvember, 2016

Hátt í 5000 grunnskólanemar víða um land hafa nú svarað spurningakönnun Skólapúlsins í september- og október. Allir þátttökuskólar hafa nú mælt einu sinni og fengið niðurstöður í hendur og halda mælingar áfram út skólaárið.

Það fer eftir stærð skólanna hversu oft þeir mæla yfir skólaárið. Nemendum 6. til 10. bekkja hvers skóla er dreift á eins mörg 40 nemenda úrtök og hægt er. Sé fjöldi nemenda undir 80 er skólum samt sem áður gefinn kostur á að mæla bæði við upphaf og lok skólaárs til að meta áhrif inngripa, venjulega í október og apríl.