Aðalsíða

Niðurstöður samræmdra foreldra- og starfsmannakannana

9. maí, 2017

Niðurstöður samræmdra foreldrakannana og starfsmannakannana í grunn- og leikskólum eru orðnar hluti af niðurstöðum skólanna í Skólapúlsinum.

Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar grunnskóla og starfsmannakönnunar leikskóla fór fram í febrúar og birtust niðurstöður í fyrstu viku mars. Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar leikskóla og starfsmannakönnunar grunnskóla fór fram í mars og birtust niðurstöður í byrjun apríl.

Líkt og áður var þátttaka góð og svarhlutfall hjá stórum hluta skólanna yfir 80%. Í þeim tilvikum þar sem svarhlutfall er á bilinu 60-70% eru niðurstöður birtar með fyrirvara um að gögnin endurspegli mögulega ekki viðhorf heildarinnar. Niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er undir 60%.