Aðalsíða

Hvort viljið þið að könnunin sé gerð um eða eftir miðjan mánuðinn eða að hún sé lögð fyrir fyrr og skilað í síðasta lagi um miðjan mánuðinn?

16. október, 2017
Skólum er frjálst að leggja könnunina fyrir hvenær sem það hentar innan þess mánaðar sem gefinn er til framkvæmdarinnar. Við mælum þó með því að fyrirlögnin fari fram um miðjan mánuðinn sé það mögulegt. Þar erum við að tala um t.d. viku fyrir og eftir 15. hvers mánaðar.
Ástæða þess að við viljum að könnuninni ljúki a.m.k. fimm dögum fyrir mánaðarmót er sú að oft leiða ófyrirséðir hlutir (t.d. umgangspestir) til þess að ekki næst að ljúka könnuninni fyrir mánaðarmótin. Þannig höfum við nokkra aukadaga til að leyfa skólum í vanda að ljúka sinni könnun fyrir mánaðarmótin.