Aðalsíða

Síðasta vetur svöruðum við þessari könnun saman hjónin í gegnum e-mail eiginmanns míns. Svo voru mér farin að berast rosalega mörg e-mail um að ég hefði ekki svarað. Er hætta á að slíkt gerist aftur?

4. janúar, 2018

Ef skólinn sendir okkur tölvupóstföng beggja foreldra barns sem lendir í úrtaki könnunarinnar þá skiptum við könnuninni í tvennt og sendum annan hlutann á netfang móður og hinn hlutann á netfang föður. Báðum foreldrum er frjálst að svara báðum hlutum en báðum hlutum verður að svara til að koma í veg fyrir að frekari áminningar berist.  Til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig má senda skólanum línu og biðja þá um að senda einungs netfang annars ykkar til okkar. Þá sendum við könnunina í heild sinni einungis á það netfang.