Bilun í vefþjóni
Síðastliðinn fimmtudag bilaði vefþjónn hjá Reiknistofnun Háskólans með þeim afleiðingum að vefkerfi Skólapúlsins hefur legið niðri sl. tvo daga. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að hafa valdið.
Síðastliðinn fimmtudag bilaði vefþjónn hjá Reiknistofnun Háskólans með þeim afleiðingum að vefkerfi Skólapúlsins hefur legið niðri sl. tvo daga. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að hafa valdið.
Nú geta tengiliðir nálgast og prentað úrtakslistann beint af niðurstöðusíðu skólans frá og með fyrsta hvers mælingamánaðar. Listarnir verða áfram sendir í tölvupósti ásamt áminningum. Listarnir á niðurstöðusíðunni eru gagnvirkir á þann hátt að nafn nemendanna hverfur eftir að þeir Lesa meira
Úrtaksgerð fyrir alla mælingamánuði hvers skóla fer nú fram um leið og nemendalistinn hefur verið sendur inn í upphafi skólaársins. Úrtakslisti hvers mánaðar birtist nú sjálfkrafa á niðurstöðusíðu hvers skóla og er aðgengilegur til prentunar þar út þann mánuð. Þetta gerir það að verkum að hægt er að byrja á fyrirlögn strax í upphafi hvers mælingamánaðar. Tölvupóstur með úrtaki mánaðarins og áminningar verða engu að síður áfram sendar á tengiliði eins og verið hefur. Lesa meira