Aðalsíða » Grunnskólar » Starfsmannakönnun

Starfsmannakönnun

Starfsmannakönnun fer fram í mars og mælir 11 almenna þætti með 35 spurningum. Til viðbótar eru starfsmenn sem stunda kennslu beðnir að gefa upplýsingar um 31 þátt í 83 spurningum. Könnun er bæði á ensku og íslensku. Starfsmannakönnunin fer fram á netinu og er send á tölvupóstföng allra starfsmanna samkvæmt starfsmannalista sem tengiliður Skólapúlsins skilar inn í febrúar. Niðurstöðurnar eru svo birtar á vefsvæði þátttökuskólanna í apríl.

Allir starfsmenn – Almennt
1.1. Starfsmannaviðtöl undanfarið ár
1.2. Gagnsemi starfsmannaviðtals
1.3. Tíðni áreitni meðal starfsfólks
1.4. Tíðni eineltis meðal starfsfólks

Allir starfsmenn – Viðhorf til skólans
2.1. Starfsánægja í skólanum
2.2. Starfsandi innan skólans
2.3. Stjórnun skólans
2.4. Upplýsingastreymi innan skólans
2.5. Starfsumhverfi í skólanum

Kennarar – Kennarastarfið
3.1. Ánægja með kennarastarfið
3.2. Trú kennara skólans á eigin getu
3.3. Upplýsingamiðlun til foreldra
3.4. Áætlaður meðaltími í heimavinnu nemenda á viku
3.5. Undirbúningur kennslu í skólanum
3.6. Öllum bekknum kennt í einu
3.7. Hópavinna í bekk
3.8. Einstaklingsvinna í bekk
3.9. Einstaklingsmiðuð kennsla
3.10. Áhersla kennara á námsmat með prófum
3.11. Áhersla kennara á námsmat með öðru en prófum
3.12. Áhersla kennara á námsmat með öðru en prófum (annað)

Kennarar – Starfsumhverfi kennara
4.1. Stuðningur við kennara vegna nem. með námserfiðleika
4.2. Stuðningur við kennara vegna hegðunarörðugleika nem.
4.3. Faglegur stuðningur skólastjóra við kennara
4.4. Samráð um kennslu
4.5. Samvinna um kennslu
4.6. Valddreifing við ákvarðanatöku
4.7. Virk samvinna um skólaþróun og umbætur
4.8. Vinnuaðstæður kennara

Kennarar – Mat og endurgjöf
5.1. Umfang mats og endurgjafar
5.2. Hæfilegt mat og endurgjöf frá stjórnendum að mati kennara
5.3. Sanngirni mats og endurgjafar
5.4. Gagnsemi mats og endurgjafar
5.5. Nýting á niðurstöðum kennaramats

Kennarar – Símenntun kennara
6.1. Meðalfjöldi daga í símenntun undanfarið ár
6.2. Símenntunarþörf kennara
6.3. Símenntunarþörf kennara (annað)
6.4. Hlutfall kennara sem hefðu viljað meiri símenntun undanf. 18 mán.
6.5. Hindranir í símenntun kennara
6.6. Leiðir kennara til að auka eigin þekkingu/færni sl. 12 mán.

Allir starfsmenn – Opin svör
7.1. Vinsamlegast lýstu því hvað þér finnst sérstaklega gott við skólann.
7.2. Vinsamlegast lýstu því hvað þér finnst að megi betur fara í skólanum

Starfsmannakönnunin fer fram á netinu og er send á tölvupóstföng allra starfsmanna samkvæmt starfsmannalista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í febrúar. Niðurstöður fyrir starfsmannahópa með minna en fimm starfsmönnum eru ekki birtar til að tryggja nafnleynd. Starfsmannakönnun Skólapúlsins fer einungis fram í mars á ári hverju og niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl.

Tengiliður Skólapúlsins í skólanum hefur einnig möguleika á að prenta út þátttökukóða og fá starfsmenn til að svara á staðnum. Nafn hvers starfsmanns hverfur úr listanum þegar viðkomandi starfsmaður er búinn að svara. Niðurstöður skólans verða ekki birtar fyrr en lágmarkssvarhlutfalli er náð. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í 5 skrefum sem lýsa því hvað þarf að gera til að taka þátt í starfsmannakönnuninni.

1. Tilkynning um fyrirhugaða könnun.

Áður en starfsmannakönnunin fer fram þarf tengiliður Skólapúlsins að tilkynna öllum starfsmönnum um fyrirhugaða könnun. Mælst er til að þeir starfsmenn sem ekki vilja svara könnuninni fái viku til að hafna þátttöku. Tilkynningin fer fram í tölvupósti með stöðluðu bréfi sem finna má hér fyrir neðan. Að þessu loknu er starfsmannalisti skólans sendur inn í Skólapúlsinn.

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (pdf)

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (Word)

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar á ensku (pdf)

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar á ensku (Word)

2. Innsending starfsmannalista

Þátttaka skólans í starfsmannakönnuninni er staðfest með innsendingu starfsmannalistans. Innsendingin þarf að hafa farið fram 5 dögum fyrir byrjun marsmánaðar til að könnunin geti farið fram. Athugið að listann á að senda í einu Excelskjali án auðra raða sem viðhengi í tölvupósti á listar@skolapulsinn.is. Excelskjalið þarf að vista sem Excel Workbook skrá (með endinguna .xlsx).

Excelskjalið þarf að innihalda 3 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Starfsmaður Nafn, Starfsmaður Netfang, Starfsmaður GSM. Nafn skólastjóra á ekki að vera á listanum.

Capture
Mynd 1. Dæmi um starfsmannalista.

Mælt er með því að innsend Excel skjöl sem innihalda símanúmer og/eða netföng séu aðgangslæst. Aðgangsorð fyrir skjalið skal senda með sms í símanúmer Skólapúlsins, 773-0600. Einfaldar leiðbeiningar hjá Microsoft um hvernig Excel skjöl eru aðgangslæst er að finna hér.

Ef starfsmaður vill ekki að skólinn hafi samband við sig í gegnum SMS á að fjarlægja símanúmer viðkomandi starfsmanns úr listanum. Þar með fær viðkomandi starfsmaður einungis áminningar í tölvupósti.

Upplýsingarnar úr starfsmannalistunum eru eingöngu notaðar til að senda könnunina og áminningarnar sem á eftir fylgja. Þegar byrjað er að svara spurningalista er nafni sjálfkrafa eytt. Þegar búið er að svara spurningalistanum er tölvupóstfangi og þátttökukóða einnig sjálfkrafa eytt. Þegar könnuninni er lokið er nöfnum og tölvupóstföngum þeirra sem ekki hafa svarað einnig eytt.

3. Boðsbréf og áminningar

Kerfið sendir út boðsbréf  þar sem starfsmenn eru beðnir um að taka þátt í starfsmannakönnun skólans með notkun Skólapúlsins. Áminningar eru sendar út, til þeirra sem ekki hafa svarað, vikulega til mánaðarloka. Í fyrstu viku er áminningin einnig send út á sms formi, Um miðjan mánuðinn er tengiliður skólans beðinn um að hefja símaeftirfylgni til að ná svarhlutfalli starfsmanna upp í nauðsynleg 80%.

4. Eftirfylgni

Á vefsvæði skólans er hægt að fylgjast með svarhlutfalli könnunarinnar. Upplýsingar um þá starfsmenn sem svarað hafa könnuninni hverfa jafnóðum og þeir byrja að svara. Æskilegt er að ná  80% svarhlutfalli, niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 60%.

5. Persónuupplýsingar

Vefkerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum. Fullrar nafnleyndar er gætt þegar niðurstöður úr Skólapúlsinum eru birtar einstökum skólastjórnendum. Niðurstöðurnar eru einungis birtar í stórum hópum og þar sem engum persónuupplýsingum er safnað er ekki unnt að rekja svör einstakra einstaklinga aftur til þeirra.