Starfsmannapúlsinn fyrir grunnskóla
Starfsmannakönnunin fer fram á netinu í mars og er send á tölvupóstföng allra starfsmanna skv. starfsmannalista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í febrúar. Hægt er að svara könnuninni á íslensku og ensku, en fyrri hlutanum er einnig hægt að svara á pólsku. Könnunin fer fram í mars á ári hverju og niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl. Það tekur um 15-30 mínútur að svara könnuninni. Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins.
Almenni hluti könnunarinnar metur 23 þætti, þ.á.m. vinnuálag, áskoranir í starfi, stuðning frá yfirmanni, samband vinnu og einkalífs, starfsanda, einelti og áreiti. Könnunin samanstendur af próffræðilega sannreyndum mælikvörðum úr QPS Nordic starfsmannakönnuninni. Mælikvarðarnir voru valdir með tilliti til fyrirliggjandi stuðnings við mælingasamræmi, samleitniréttmæti og forspárréttmæti sem finna má í ritrýndum fræðigreinum (sjá Christensen og Knardahl, 2010; Wannstrom o.fl., 2009a; Wannstrom o.fl., 2009b).
Kennarahluti könnunarinnar metur 25 þætti þar til viðbótar.
Allir starfsmenn (49/58 spurningar)
1. Starfið (12 spurningar)
1.1 Vinnuálag (3)
1.2 Skýrleiki hlutverks (3)
1.3 Ágreiningur um hlutverk (3)
1.4 Jákvæðar áskoranir í starfi (3)
2. Starfsmenn (12 spurningar)
2.1 Leikni í starfi (3)
2.2 Skuldbinding til vinnustaðarins (3)
2.3 Skörun vinnu og einkalífs (1)
2.4 Ræktun mannauðs (3)
2.5 Starfsmannaviðtöl undanfarið ár (1)
2.6 Gagnsemi starfsmannaviðtals (1)
3. Vinnustaðurinn (16 spurningar)
3.1 Starfsandi (3)
3.2 Ánægja með vinnuaðstöðu (1)
3.3 Stytting vinnuviku (1)
3.4 Stuðningur frá samstarfsfólki (2)
3.5 Stuðningur við nýsköpun (3)
3.6 Mismunun (2)
3.7 Einelti (þú) (1)
3.8 Einelti (annar en þú) (1)
3.9 Einelti (séð 2 eða fleiri lagða í einelti) (1)
3.10 Kynferðisleg áreitni (1)
4. Stjórnun (9-18 spurningar)
4.1 Stuðningur frá næsta yfirmanni (3)
4.2 Sanngjörn forysta (3)
4.3 Valdeflandi forysta (3)
4.4 Stuðningur frá öðrum yfirmanni (3: valkvætt)
4.5 Sanngjörn forysta annars yfirmanns (3; valkvætt)
4.6 Valdeflandi forysta annars yfirmanns (3; valkvætt)
Kennarar (69 spurningar)
5. Kennarastarfið (30 spurningar)
5.1 Ánægja með kennarastarfið (4)
5.2 Trú kennara skólans á eigin getu (4)
5.3 Upplýsingamiðlun til foreldra (4)
5.4 Áætlaður meðaltími í heimavinnu nemenda á viku (1)
5.5 Undirbúningur kennslu í skólanum (1)
5.6 Öllum bekknum kennt í einu (1)
5.7 Hópavinna í bekk (2)
5.8 Einstaklingsvinna í bekk (2)
5.9 Einstaklingsmiðuð kennsla (1)
5.10 Áhersla kennara á námsmat með prófum (3)
5.11 Áhersla kennara á námsmat með öðru en prófum (6)
5.12 Áhersla kennara á námsmat með öðru en prófum (annað) (1)
6. Starfsumhverfi kennara (17 spurningar)
6.1 Stuðningur við kennara vegna nem. með námserfiðleika (3)
6.2 Stuðningur við kennara vegna hegðunarörðugleika nem. (3)
6.3 Faglegur stuðningur skólastjóra við kennara (4)
6.4 Samráð um kennslu (4)
6.5 Samvinna um kennslu (3)
7. Símenntun kennara (22 spurningar)
7.1 Meðalfjöldi daga í símenntun undanfarið ár (1)
7.2 Símenntunarþörf kennara (11)
7.3 Símenntunarþörf kennara (annað) (1)
7.4 Hlutfall kennara sem hefðu viljað meiri símenntun undanf. 18 mán. (1)
7.5 Hindranir í símenntun kennara (7)
7.6 Leiðir kennara til að auka eigin þekkingu/færni sl. 12 mán. (1)
Allir starfsmenn – Opnar spurningar (2)
8.1 Vinsamlegast lýstu því hvað þér finnst gott við vinnustaðinn þinn (1)
8. 2 Vinsamlegast lýstu því sem þér þykir slæmt eða megi betur fara á vinnustaðnum þínum (1)
Skólinn fær heildarniðurstöður úr könnuninni með samanburði við landið í heild í byrjun apríl. Niðurstöðurnar eru jafnframt notaðar af starfsfólki Skólapúlsins í tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og fræðimenn til að auka skilning á starfinu á landsvísu. Niðurstöður fyrir starfsmannahópa með minna en fimm starfsmönnum eru ekki birtar til að tryggja nafnleynd.
Þátttakendur fá könnunina senda í tölvupósti en tengiliður Skólapúlsins í leikskólanum hefur einnig möguleika á að prenta út þátttökukóða og fá starfsmenn til að svara á staðnum.
Nafn hvers starfsmanns hverfur úr listanum þegar viðkomandi starfsmaður er búinn að svara. Niðurstöður skólans verða ekki birtar fyrr en lágmarkssvarhlutfalli er náð.
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvað þarf að gera til að taka þátt í starfsmannakönnuninni.
1. Tilkynning um fyrirhugaða könnun
Áður en starfsmannakönnunin fer fram þarf tengiliður Skólapúlsins að tilkynna öllum starfsmönnum um fyrirhugaða könnun. Mælst er til að þeir starfsmenn sem ekki vilja svara könnuninni fái viku til að hafna þátttöku. Tilkynningin fer fram í tölvupósti með stöðluðu bréfi sem finna má hér fyrir neðan. Að þessu loknu er starfsmannalisti skólans sendur inn í Skólapúlsinn (sjá nánar hér fyrir neðan).
Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (pdf)
Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (Word)
Upplýsingabréf starfsmannakönnunar á ensku (pdf)
Upplýsingabréf starfsmannakönnunar á ensku (Word)
2. Innsending starfsmannalista
Þátttaka í starfsmannakönnuninni er staðfest með innsendingu starfsmannalistans. Innsendingin þarf að hafa farið fram 5 dögum fyrir byrjun marsmánaðar til að könnunin geti farið fram. Listinn á að vera í einu Excel skjali án auðra raða, vistað sem Excel Workbook skrá (með endinguna .xlsx). Það þarf að innihalda 5 dálka með eftirfarandi titlum í röð: Starfsmaður Nafn, Starfsmaður Netfang, Starfsmaður GSM, Nafn næsta yfirmanns og Annar yfirmaður (ef við á, t.d. skólastjóri).
Mynd 1. Dæmi um starfsmannalista (5 dálkar).
Upplýsingarnar úr starfsmannalistunum eru eingöngu notaðar til að senda könnunina og áminningarnar sem á eftir fylgja í tölvupósti, í SMS og með raddskilaboðum. Þegar byrjað er að svara spurningalista er öllum persónuupplýsingum sjálfkrafa eytt. Þegar könnuninni er lokið er nöfnum, farsímanúmerum og tölvupóstföngum þeirra sem ekki hafa svarað einnig eytt. Ef starfsmaður vill ekki að haft sé samband í gegnum SMS eða raddskilaboð á að fjarlægja símanúmer viðkomandi starfsmanns úr listanum. Þá fær viðkomandi starfsmaður einungis áminningar í tölvupósti.
Niðurstöður um stjórnun verða brotnar niður eftir nafni næsta yfirmanns og/eða annars yfirmanns ef 5 eða fleiri svör eru fyrir hvert nafn. Ekki er gert fyrir að skólastjóri taki þátt í starfsmannakönnun grunnskóla.
Til að senda inn listann skráir tengiliður sig fyrst inn á sitt vefsvæði á starfsmannapulsinn.is og smellir á titil könnunarinnar þar inni. Excel skjalinu með starfsmannalistanum er hlaðið upp þar og smellt á hnappinn Skref 1: Forskoða lista (sjá mynd 2).
Mynd 2. Listi sendur inn til forskoðunar.
Kerfið sýnir þá mögulegar villur og athugasemdir við listann (sjá mynd 3). Kerfið sýnir hér aðeins þær raðir í listanum sem hafa villur eða athugasemdir. Ef villur (rauðmerktar) koma upp þarf að leiðrétta þær í Excel skjalinu og hlaða því upp aftur.
Mynd 3. Villur í forskoðun.
Í hvert skipti sem nýr listi er sendur inn er hann forskoðaður. Þegar engar villur koma upp er listinn sendur inn með því að smella á hnappinn Skref 2: Senda lista (sjá mynd 4).
Mynd 4. Listi sendur inn eftir að hafa staðist villuprófun.
Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband í síma 583-0700 eða sendið tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.
3. Boðsbréf og áminningar
Kerfið sendir út boðsbréf þar sem starfsmenn eru beðnir um að taka þátt í starfsmannakönnun skólans með notkun Skólapúlsins. Áminningar eru sendar út, til þeirra sem ekki hafa svarað, vikulega til mánaðarloka. Í fyrstu viku er áminningin einnig send út á sms formi. Í annarri viku mánaðarins eru að auki send út raddskilaboð til þeirra sem enn eiga eftir að svara. Um miðjan mánuðinn er tengiliður skólans beðinn um að hefja símaeftirfylgni til að ná svarhlutfalli starfsmanna upp í nauðsynleg 80%.
4. Eftirfylgni
Á vefsvæði skólans er hægt að fylgjast með svarhlutfalli könnunarinnar. Upplýsingar um þá starfsmenn sem svarað hafa könnuninni hverfa jafnóðum og þeir byrja að svara. Æskilegt er að ná 80% svarhlutfalli, niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 60%.
5. Persónuupplýsingar
Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga og er í samræmi við GDPR reglugerð Evrópuþingsins. Fjórar leiðir hafa verið þróaðar í því skyni:
✓ Öllum persónuupplýsingum er eytt áður en svörun hefst í nemendakönnun 6.-10. bekkjar
✓ Allar skeytasendingar eru dulkóðaðar (https:) sem dregur úr líkum á því að hægt sé að hlera
svörun um leið og hún á sér stað.
✓ Opin svör eru vistuð aðskilin frá öðrum svörum könnunarinnar sem kemur í veg fyrir að
upplýsingar sem koma fram í opnu svari geti á nokkurn hátt verið tengdar svörum við
fjölvalsspurningum í könnuninni.
✓ Notkun á vefkökum er takmörkuð, sjá nánar á www.visar.is undir Persónuverndarstefna.
Vísar rannsóknir, sem sér um framkvæmd könnunarinnar, er meðlimur ESOMAR, alþjóðasamtaka rannsóknafyrirtækja og vinna samkvæmt siðareglum þeirra. Nánari upplýsingar um öryggisráðstafanir má finna í persónuverndarstefnu á www.visar.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir með því að senda póst á personuvernd@visar.is.
6. Samband við Skólapúlsinn
Heimasíða Skólapúlsins er www.skolapulsinn.is. Tölvupóstur er sendur á skolapulsinn@skolapulsinn.is. Síminn á skrifstofunni er 5830700.