Aðalsíða »

Articles Archive for Year 2011

29. desember, 2011

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólapúlsinn ehf. hafa gert með sér samning um framkvæmd og úrvinnslu Skólavogarinnar. Samningurinn er gerður til fimm ára. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í Skólavoginni geta haft samband við Skólapúlsinn ehf. skolapulsinn@skolapulsinn.is .

Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra […]

lesa meira
15. desember, 2011

Kóða fyrir síðuskiptingar hefur nú verið bætt við niðurstöðusíður Skólapúlsins. Þetta hefur í för með sér að útprentun í PDF skjöl eða beint á pappír skiptast rökréttar á milli síða en verið hefur.

lesa meira
10. desember, 2011

Einfaldasta leiðin til að vinna með niðurstöður úr Skólapúlsinum er að klippa og líma einstakar myndir yfir í PowerPoint eða Word skjöl. Ef ætlunin er að búa til eitt PDF skjal með öllum niðurstöðum Skólapúlsins er einfaldast að smella á krækjuna „Prenta allar niðurstöðusíður“ á vefsvæði skólans og prenta þá síðu yfir í PDF skjal […]

lesa meira
10. desember, 2011

Í mars næstkomandi verður kennarakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng kennara skv. kennaralista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í febrúar. Kennarakönnun Skólapúlsins mun einungis fara fram í mars á ári hverju og munu niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl. Kostnaður við […]

lesa meira
10. desember, 2011

Í febrúar næstkomandi verður foreldrakönnun Skólapúlsins forprófuð í samstarfi við nokkra skóla. Könnunin fer fram á netinu og verður send á tölvupóstföng foreldra skv. foreldralista úr Mentor sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í janúar. Skólapúlsinn býr til 120 para lagskipt líkindaúrtak foreldra á yngsta, mið- og elsta stigi skólans og sendir út könnunina ásamt þremur […]

lesa meira
5. desember, 2011

Í nýlegri frétt hjá Ríkisútvarpinu http://ruv.is/frett/malid-adeins-eina-kynslod-ad-deyja var því haldið fram að „þeim börnum fækki sem lesi sér til ánægju“. Þetta er ekki í samræmi við mælingar Skólapúlsins sl. fjögur ár, en samkvæmt þeim hefur ánægja af lestri aukist lítilega á síðustu árum þó aukningin sé mjög lítil. Aðstandendur Skólapúlsins athuguðu málið og reyndist um […]

lesa meira
21. nóvember, 2011

Gögn úr Skólapúlsinum voru nýtt í nýrri rannsókn með Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðingi, þar sem metið var einelti og líðan nemenda í skólum sem vinna eftir Olweus áætluninni samanborið við aðra skóla. Niðurstöður sýna minna einelti í Olweus skólum í 6., 7. og 10. bekk en ekki í 8. og 9. bekk. Sterkust eru áhrifin í 7. […]

lesa meira
10. nóvember, 2011

Skólapúlsinn er nú kominn í lag aftur. Kerfið lá niðri í 3 tíma í morgun vegna bilunar í diskastæðu hjá Reiknistofnun Háskólans. Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem bilunin kann að hafa valdið.

lesa meira
10. nóvember, 2011

Innskráning í Skólapúlsinn hefur ekki virkað í morgun. Unnið er að viðgerð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

lesa meira
3. nóvember, 2011

Innflutningur nemendalista í Skólapúlsinn hefur nú verið samhæfður útflutningi nemendalista úr Mentor. Dálkurinn sem segir til um kyn nemenda getur nú innihaldið kk fyrir stráka og kvk fyrir stelpur. Gömlu gildin, 1 fyrir stelpur og 2 fyrir stráka munu einnig virka áfram fyrir þá sem það kjósa.

lesa meira