Aðalsíða » Grunnskólar » Innra mat

Innra mat

Fyrir nokkrum árum fór fram umræða í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu um notkun mælinga úr Skólapúlsinum við innra mat. Sem dæmi um slíka notkun höfum við fengið leyfi  Laugalækjarskóla til að sýna hvernig atriði úr Skólapúlsinum geta nýst til að leggja mat á einstök markmið úr stefnu skólans:

  1. Ánægð ungmenni með sterka sjálfsmynd (mælt með kvörðunum vanlíðan og sjálfsálit)
  2. Félagsandi til fyrirmyndar(mælt með kvarðanum samsömun við nemendahópinn)
  3. Frjór umræðuvettvangur nemenda og kennara (mælt með kvarðanum virk þátttaka nemenda í tímum)
  4. Ábyrgir og sjálfstæðir nemendur (mælt með kvarðanum stjórn á eigin árangri)
  5. Innri metnaður og framtíðarsýn ( mælt með kvarðanum þrautseigja í námi)
  6. Skilvirkar og metnaðarfullar kennslustundir (mælt með einstökum atriðum úr kvarðanum agi í tímum)
  7. Leiðandi uppeldi (mælt með kvörðunum samband nemenda við kennara og stjórn á eigin lífi)

Stefnumótun Laugalækjarskóla  er löguð að kerfinu Stefnumiðað árangursmat (balanced scorecard), sem einmitt byggir á reglulegum mælingum. Við þessa vinnu komu upp tvær spurningar sem varða mælingarnar sem að við teljum að fleiri notendur gætu haft gagn af að heyra svörin við:

  1. Frá og með skólaárinu 20015-16 og næstu 10 árin á eftir þýðir talan 5 á hverjum kvarða meðaltal ársins 2014-2015. Þetta þýðir að við stefnumótunarvinnu næstu árin er hægt að setja sér markmið út frá tölunni 5. Til dæmis: Það er markmið skólans að þrautseigja í námi verði hærri en 5 í mælingum á næstu árum. Þetta er betri viðmiðun en landsmeðaltal, þar sem að landsmeðaltal breytist frá mánuði til mánaðar en 5 þýðir alltaf landsmeðaltal skólaársins 20014-2015.
  2. Best er að nota heila kvarða við mælingarnar, t.d. þrautseigja í námi á skalanum 1-9, en ekki er gott að slá saman nokkrum spurningum innanúr kvarða. Spurningarnar sem einstakir kvarðar samanstanda af hafa verið valdar saman vegna þess að staðfest hefur verið að þær mæla einn undirliggjandi þátt sem kvarðinn stendur fyrir.