Aðalsíða » Um vefkerfið » Tilvitnanir

Tilvitnanir

Á þessari síðu er safnað tilvitnunum frá notendum Skólapúlsins. Ef þú ert með tilvitnun sem þú vilt fá birta hér vinsamlega sendu þá póst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.

„Ég tel þessar starfsmanna- og foreldrakannanir mun betri í alla staði en það sem ég hef áður tekið þátt í, sérstaklega leikskólakönnunin.“
Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla

„Niðurstöðurnar úr kerfinu koma vel heim og saman við tilfinningu kennaranna.“
Jón Páll Haraldsson, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla

„Mælikvarðarnir í Skólapúlsinum hafa náð að fanga mjög mikilvæga þætti í skólastarfinu.“
Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla

„Samanburður við aðra skóla hefur verið mjög gagnlegur við stefnumótun í skólastarfinu.“
Ólína Þorleifsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kópavogsskóla

„Með notkun Skólapúlsins hefur sjálfsmatið bæði orðið einfaldara og markvissara.“
María Pálmadóttir, skólastjóri Setbergsskóla

„Mælingar á einelti með notkun Skólapúlsins voru mjög gagnlegar þegar hart var sótt að skólanum m.a. af fjölmiðlum.“
Yngvi Hagalínsson og Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, stjórnendur Hamraskóla

„Mælingar á aga í tímum urðu til þess að við gerðum breytingar á skipulagi kennslunnar og gátum sannreynt árangurinn.“
Þóranna Rósa Ólafsdóttir og Þórhildur Elfarsdóttir, skólastýrur Varmárskóla

„Í Skólapúlsinum tala nemendur í 6. til 10. bekk frá hjartanu“.
Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla

„Niðurstöður í kerfinu eru settar fram á skýran hátt. Kerfið er einfalt í notkun og mjög gagnlegt.“
Bryndís Jóna Jónsdóttir, mannauðsstjóri Flensborgarskólans

„Mánaðarlegar mælingar hafa reynst mjög gagnlegar við að greina breytingar á líðan innan skólaársins“.
Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla

„Mér finnst val þeirra atriða sem mæld eru vera einstaklega gott og nýtast vel“.
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Sjálandi

„Samantektin á niðurstöðum samræmdra prófa hefur nýst okkur mjög vel.“
Linda Hrönn Helgadóttir, deildarstjóri Hraunvallaskóla