Aðalsíða »

Articles Archive for Year 2023

9. júní, 2023

Á liðnu starfsári framkvæmdi Reykjarvíkurborg ítarlegt mat á
persónuvernd (MÁP) á þeirri gagnasöfnun og -vinnslu sem Skólapúlsinn sinnir
fyrir borgina. Niðurstaðan var sú að allar öryggiskröfur væru uppfylltar og að meðferð
persónuupplýsinga á öllum stigum væri tryggð með fullnægjandi hætti.

lesa meira
25. maí, 2023

Vorfundur Skólapúlsins 2023 fór fram þann 25. maí. Hægt er að horfa á upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi dagskrárlið hér að neðan. Meðal ákvarðana sem teknar voru var að bæta spænsku við sem tungumáli í báðum nemendakönnunum. Enn fremur verður nemendakönnun 6. – 10. bekkjar breytt þannig að spurningar miðast við […]

lesa meira
17. maí, 2023

Skólapúlsinn býður til vorfundar fimmtudaginn 25. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Zoom.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Sveitarfélög: Skólavogin og Starfsmannapúlsinn.10.45-12.15 Framhaldsskóli: Nemendakönnun og Starfsmannapúlsinn.13.30-15.00 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- […]

lesa meira
24. mars, 2023

Skólapúlsinn hefur boðið upp á nemendakönnun í yngri bekkjum grunnskóla frá skólaárinu 2017/2018. Þar er áhersla lögð á að mæla ánægju af lestri, ánægju af skólanum og vellíðan í skólanum. Á vorfundi notenda Skólapúlsins árið 2022 var sú ákvörðun tekin að hætta að leggja könnunina fyrir nemendur í 1. bekk þar sem áreiðanleikamælingar sýndu […]

lesa meira