Aðalsíða » Leikskólar » Foreldrakönnun

Foreldrakönnun

Innihald könnunar

Könnunin er gerð í mars ár hvert. Leikskólinn sendir inn netfangalista foreldra fyrir könnunina. Könnunin er gerð fyrir foreldra barna á öllum deildum leikskólans. Búnir eru til þátttökukóðar úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í febrúar. Í þeim tilfellum þar sem tvö netföng eru skráð á foreldra er spurningalistanum skipt í tvennt og helmingur listans sendur á sitt hvort netfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er þó frjálst að svara báðum hlutunum. Niðurstöður hvers aldurshóps eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun apríl svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð. Neðar á síðunni eru leiðbeiningar í 5 skrefum sem lýsa því hvað þarf að gera til að taka þátt í foreldrakönnuninni.

Könnunin inniheldur 31 matsþátt í sex flokkum.  Spurningarnar eru 67 talsins. Hægt er að taka könnunina á íslensku, ensku og pólsku. Um 10 mínútur tekur að svara könnuninni ef einungis annað foreldrið svarar en um 5 mínútur ef báðir foreldrar svara sínum hluta.

1. Daglegt leikskólastarf (15 spurningar)

 • Ánægja með leikskólann (6)
 • Sýnileiki stjórnenda í daglegu starfi (2)
 • Ánægja barnsins í leikskólanum (4)
 • Hæfilegur fjöldi barna á deild (1)
 • Sérþarfir í mataræði (1)
 • Hollt mataræði (1)

2. Námsumhverfi (19 spurningar)

 • Vinnubrögð (6)
 • Aðstaða (5)
 • Félagsleg samskipti (5)
 • Þátttaka án aðgreiningar (3)

3. Samskipti við foreldra (11 spurningar)

 • Upplýsingamiðlun (6)
 • Þekking á stefnu og námsskrá leikskólans (1)
 • Tengsl við starfsfólk leikskólans (1)
 • Hvatning til þátttöku í leikskólastarfinu (1)
 • Tímasetning viðburða (1)
 • Heimasíða leikskólans (1)

4. Upphaf og lok leikskólagöngu (10 spurningar)

 • Leikskólabyrjun (6)
 • Flutningur milli skólastiga (3)
 • Flutningur milli deilda (1)

5. Sérstakur stuðningur og sérfræðiþjónusta (2 spurningar)

 • Hlutfall sérkennslu og stuðnings (1)
 • Hlutfall sérfræðiþjónustu (1)

6. Opin svör (10 spurningar)

 • Lýstu því hvað þér þykir gott við leikskólann þinn.
 • Lýstu því hvað þér þykir slæmt eða megi betur fara í leikskólanum þínum.
 • Ef þú hugsar um daglegt starf í leikskólanum, er eitthvað sem má betur fara?
 • Ef þú hugsar um menntun, samskipti og starfshætti í leikskólanum, er eitthvað sem má betur fara?
 • Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi það hvernig leikskólinn sinnir sérþörfum barnsins í tengslum við mat? Er eitthvað sem þér finnst að mætti betur fara?
 • Ef þú hugsar um námsumhverfið í leikskólanum, er eitthvað sem má betur fara?
 • Ef þú hugsar um samskipti við leikskólann, er eitthvað sem má betur fara?
 • Ef þú hugsar um upphaf leikskóladvalar barnsins, er eitthvað sem má betur fara?
 • Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi þá sérfræðiþjónustu (t.d. sálfræði, talmeinafræði eða iðjuþjálfun) sem barnið þitt hefur fengið? Er eitthvað sem þér finnst að mætti betur fara?
 • Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri varðandi þá sérkennslu eða sérstaka stuðning sem barnið þitt hefur fengið? Er eitthvað sem þér finnst að mætti betur fara?

Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins.

Leiðbeiningar um framkvæmd

1. Tilkynning um fyrirhugaða könnun

Áður en foreldrakönnun fer fram þarf tengiliður Skólapúlsins að tilkynna foreldrum um fyrirhugaða könnun. Mælst er til að þeir foreldrar sem ekki vilja svara foreldrakönnuninni fái viku til að hafna þátttöku. Tilkynningin fer fram í tölvupósti með stöðluðu foreldrabréfi sem finna má hér fyrir neðan. Að þessu loknu er foreldralisti skólans sendur inn í Skólapúlsinn.

Foreldrabréf foreldrakönnunar (pdf)

Foreldrabréf foreldrakönnunar (word)

Foreldrabréf foreldrakönnunar (á ensku pdf)

Foreldrabréf foreldrakönnunar (á ensku word)

Foreldrabréf foreldrakönnunar (á pólsku pdf)

Foreldrabréf foreldrakönnunar (á pólsku word)

2. Innsending foreldralista

Þátttaka í foreldrakönnun er staðfest með innsendingu foreldralista. Innsendingin þarf að hafa farið fram 5 virkum dögum fyrir byrjun marsmánaðar til að könnunin geti farið fram. Athugið að listann á að senda í einu Excelskjali án auðra raða sem viðhengi í tölvupósti á listar@skolapulsinn.is. Excelskjalið þarf að vista sem Excel Workbook (með endinguna .xlsx). Mælt er með því að innsend Excel skjöl sem innihalda símanúmer og/eða netföng séu aðgangslæst. Aðgangsorð fyrir skjalið skal senda með sms í símanúmer Skólapúlsins, 773-0600. Einfaldar leiðbeiningar hjá Microsoft um hvernig Excel skjöl eru aðgangslæst er að finna hér.

Ekki skal setja nafn forráðamanns á listann ef skólinn hefur ekki upplýsingar tölvupóstfang hans þar sem að könnunin er send út í tölvupósti og áminningar sömuleiðis. Ef forráðamaður vill ekki fá áminningu í sms skilaboðum á að fjarlægja símanúmer viðkomandi úr listanum. 

Skólinn velur hvort hann vilji senda könnun í heilu lagi á einn forráðamann (sjá lið a)) eða sinn hvorn helminginn á sinn hvorn forráðamanninn af tveimur (sjá lið b)).

a) Ein könnun á heimili, ekki skipt í helminga

Excelskjalið þarf að innihalda 7 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Nafn barns, Fæðingarár barns, Kyn barns, Deild Barns, Forráðamaður Nafn, Forráðamaður Gsm, Forráðamaður Netfang. Þá verður einn spurningalisti sendur í heilu lagi á hvert heimili. T.d. annað hvort á móður eða föður. Athugið að sé þessi leið farin skal setja aðeins nafn eins forráðamanns á listann. Að gefnu tilefni er bent á að hvert barn á aðeins að koma einu sinni fyrir á listanum (sjá mynd 1).*

Foreldralisti

Mynd 1. Dæmi um foreldralista ef senda á kannanir í heilu lagi á aðeins einn forráðamann nemandans (smelltu til að stækka).

b)Ein könnun send í tvennu lagi á heimili

Athugið að óski skólinn eftir því að hvert heimili fái könnunina senda í tvennu lagi og annar helmingur sendur á föður og hinn á móður þarf skjalið að innihalda 10 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Nafn barns, Fæðingarár barns, Kyn barns, Deild Barns, Faðir Nafn, Faðir Gsm, Faðir Netfang, Móðir Nafn, Móðir Gsm, Móðir Netfang (sjá mynd 2).*

Foreldralisti

Mynd 2. Dæmi um foreldralista ef senda á könnun í tvennu lagi á sinn hvorn forráðamann nemanda (smelltu til að stækka).

3. Boðsbréf og áminningar

Kerfið sendir út boðsbréf  þar sem foreldrar eru beðnir um að taka þátt í foreldrakönnun leikskólans með notkun Skólapúlsins. Áminningar eru sendar út, til þeirra sem ekki hafa svarað, vikulega til mánaðarloka. SMS áminning er send út í fyrstu viku mánaðarins. Í annarri viku mánaðarins eru að auki send út raddskilaboð til þeirra sem enn eiga eftir að svara. Um miðjan mánuðinn er tengiliður skólans minntur á möguleikann á símaeftirfylgni til að ná svarhlutfalli foreldra uppí nauðsynleg 80%.

4. Símaeftirfylgni

Á vefsvæði skólans er hægt að fylgjast með svarhlutfalli könnunarinnar. Upplýsingar um þá foreldra sem svarað hafa könnuninni hverfa jafnóðum og þeir byrja að svara. Hægt er að hringja í þá sem eiga eftir að svara og minna þá á eða bjóða þeim að svara í gegn um símann. Mælt er með því að byrja á símaeftirfylgni um miðjan mánuðinn og ljúka henni 3 dögum fyrir mánaðarmót. Æskilegt er að ná  80% svarhlutfalli, niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 60%.
Möguleiki er á símaeftirfylgni úr símaveri Skólapúlsins en sú þjónusta er ekki innifalin í grunngjaldi.

5. Persónuupplýsingar

Vinnsla könnunarinnar uppfyllir skilyrði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga og er í samræmi við GDPR reglugerð Evrópuþingsins. Fjórar leiðir hafa verið þróaðar í því skyni:

✓ Öllum persónuupplýsingum er eytt áður en svörun hefst í nemendakönnun 6.-10. bekkjar
✓ Allar skeytasendingar eru dulkóðaðar (https:) sem dregur úr líkum á því að hægt sé að hlera
svörun um leið og hún á sér stað.
✓ Opin svör eru vistuð aðskilin frá öðrum svörum könnunarinnar sem kemur í veg fyrir að
upplýsingar sem koma fram í opnu svari geti á nokkurn hátt verið tengdar svörum við
fjölvalsspurningum í könnuninni.
✓ Notkun á vefkökum er takmörkuð, sjá nánar á www.visar.is undir Persónuverndarstefna.

Vísar rannsóknir, sem sér um framkvæmd könnunarinnar, er meðlimur ESOMAR, alþjóðasamtaka rannsóknafyrirtækja og vinna samkvæmt siðareglum þeirra. Nánari upplýsingar um öryggisráðstafanir má finna í persónuverndarstefnu á www.visar.is. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir með því að senda póst á personuvernd@visar.is.