Aðalsíða »

Articles Archive for Year 2019

19. desember, 2019

Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð á milli jóla og nýárs vegna hátíðanna. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar næstkomandi. Starfsfólk Skólapúlsins óskar viðskiptvinum og þátttakendum í könnunum Skólapúlsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

lesa meira
31. október, 2019

Niðurstöður samræmdra próf í 4. og 7. bekk frá því í september eru nú tilbúnar til eftirvinnslu. Unnar skýrslur sýna viðkomandi skóla í nafnlausum samanburði við alla aðra skóla á landinu. Niðurstöðurnar innihalda myndrit þar sem niðurstöður skólans eru brotnar niður eftir kyni og eftir árgöngum. Þróun hvers árgangs á miðstigi er jafnframt borin saman […]

lesa meira
7. október, 2019

Fyrstu tvö árin (2008-2010) sem nemendakönnun Skólapúlsins var framkvæmd var svörum safnað undir nafni í þeim tilgangi að hægt væri að tengja saman svör einstaklinga milli ára í fræðilegum tilgangi. Sú söfnun var úrskurðuð óheimil árið 2010 og öllum nöfnum eytt sem safnað hafði verið í kjölfarið. Eftir fund með lögfræðingum Persónuverndar árið 2010 fengum […]

lesa meira
26. september, 2019

Talgervilsstuðningur Skólapúlsins var uppfærður í vikunni. Fyrsta könnunin til að fá nýjar talgervilsraddir var nemendakönnun 6. – 10. bekkjar. Pólsku, sænsku og dönsku var bætt við könnunina til  viðbótar við ensku og íslensku raddirnar.

lesa meira
23. ágúst, 2019

Menntamálastofnun framkvæmir samræmd próf á yngsta stigi og miðstigi í september og á unglingastigi í mars á hverju skólaári. Niðurstöður stærri skóla (100+) eru gerðar aðgengilegar í skýrslugrunni stofnunarinnar skyrslur.mms.is þegar framkvæmd er lokið. Skólapúlsinn býður uppá eftirvinnslu á þessum niðurstöðum þar sem viðkomandi skóli fær heildaryfirlit yfir sínar niðurstöður í nafnlausum samanburði við sambærilega […]

lesa meira
24. júní, 2019

Á nýafstöðnum vorfundi var innihald og framkvæmd á öllum könnunum Skólapúlsins tekin til umræðu. Gagnlegar ábendingar komu fram á fundinum sem hafa þegar verið teknar til framkvæmda s.s. sérdálkur á yfirlitssíðu sem sýnir breytingu frá síðasta þátttökuári. Á næsta skólaári koma einnig til framkvæmda nokkrar breytingar sem rekja má til umræðu sem fram fór á […]

lesa meira
12. júní, 2019

Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is eða hringja í síma 5830700.

lesa meira
4. júní, 2019

Upptökur af leik- og grunnskólahluta vorfundarins eru nú aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67

Vinsamlegast sendið tillögur og athugasemdir að breytingum ef einhverjar eru á skolapulsinn@skolapulsinn.is.

lesa meira
3. júní, 2019

Útsendingin hefst klukkan 09:00 og verður streymt á eftirfarandi slóð: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=b03df16b-585f-48df-8bd4-aa6100e2dd67
Ef einhver vandamál koma upp við útsendinguna vinsamlegast hringið í síma 5830700.

lesa meira
24. maí, 2019

Skólapúlsinn býður til vorfundar þriðjudaginn 4. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og […]

lesa meira