Á liðnu starfsári framkvæmdi Reykjarvíkurborg ítarlegt mat á
persónuvernd (MÁP) á þeirri gagnasöfnun og -vinnslu sem Skólapúlsinn sinnir
fyrir borgina. Niðurstaðan var sú að allar öryggiskröfur væru uppfylltar og að meðferð
persónuupplýsinga á öllum stigum væri tryggð með fullnægjandi hætti.
Vorfundur Skólapúlsins 2023 fór fram þann 25. maí. Hægt er að horfa á upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi dagskrárlið hér að neðan. Meðal ákvarðana sem teknar voru var að bæta spænsku við sem tungumáli í báðum nemendakönnunum. Enn fremur verður nemendakönnun 6. – 10. bekkjar breytt þannig að spurningar miðast við […]
Skólapúlsinn býður til vorfundar fimmtudaginn 25. maí næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Zoom.
Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
09.00-10.30 Sveitarfélög: Skólavogin og Starfsmannapúlsinn.10.45-12.15 Framhaldsskóli: Nemendakönnun og Starfsmannapúlsinn.13.30-15.00 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- […]
Skólapúlsinn hefur boðið upp á nemendakönnun í yngri bekkjum grunnskóla frá skólaárinu 2017/2018. Þar er áhersla lögð á að mæla ánægju af lestri, ánægju af skólanum og vellíðan í skólanum. Á vorfundi notenda Skólapúlsins árið 2022 var sú ákvörðun tekin að hætta að leggja könnunina fyrir nemendur í 1. bekk þar sem áreiðanleikamælingar sýndu […]
Vorfundur Skólapúlsins 2022 fór fram þann 17. maí. Hægt er að horfa á upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi dagskrárlið hér að neðan. Meðal ákvarðana sem teknar voru var að færa könnun yngri nemenda í grunnskólum yfir í október og sleppa 1. bekkingum í þeirri könnun. Þetta er gert til að hægt […]
Vorið 2021 hófst þróunarvinna í samstarfi við Önnu Magneu Hreinsdóttur, Halldóru Pétursdóttur og stjórnendur og starfsfólk Hæðarbóls og Lundarbóls. Um er að ræða þróun mælitækja fyrir elsta árgang leikskóla. Þróunarvinnan er nú er á því stigi að til stendur að forprófa þau mælitæki sem nú liggja fyrir og hafa, að hluta, þegar verið prófuð af […]
Frá og með 1. janúar 2022 verður einungis hægt að skrá sig inn á skolapulsinn.is með rafrænum skilríkjum. Ef rafrænu skilríkin þín eru ekki þegar tengd notendareikningi í kerfinu verður þú beðin um að slá inn tölvupóstfang og lykilorð einu sinni í fyrsta sinn þegar þú skráir þig inn í kerfið með rafrænum skilríkjum. […]
Já, ef nemandinn hefur ekki slökkt á vafranum er nóg fyrir hann að fara inn á síðu könnunarinnar nemendur.skolapulsinn.is eða skanna aftur inn QR kóðann sem hann fékk, þá dettur hann inn í könnunina aftur þar sem hann datt út. Ef nemandinn hefur hinsvegar slökkt á vafranum verður þú að skrá […]
Nokkuð hefur borið á því að nemendur í nemendakönnun 6. – 10. bekkjar læsi sig óvart út úr könnuninni með því að skrá sig tvisvar inn í könnunina með QR-kóðanum. Virkni QR-kóðans hefur nú verið breytt á þann veg að fyrri lotu (t.d. hálfkláraðri könnun fyrri nemanda) er einungis lokað í fyrsta skipti sem nýr […]
Starfsfólk Skólapúlsins fjarlægir og/eða sameinar úrtök allt eftir því hvað hentar skólastarfinu í viðkomandi skóla og þörfinni fyrir upplýsingar inní innra matið. Nemendafjöldi stórra skóla (360 nem. +) gefa möguleika á óháðum 40 nemenda handahófsúrtökum fyrir alla 9 mánuði skólaársins. Það er þó ekki nauðsynlegt fyrir stóra skóla að taka þátt í öllum mánuðum. Við […]