Aðalsíða » Leikskólar » Starfsmannakönnun

Starfsmannakönnun


Starfsmannakönnun leikskólanna fer fram í mars. Spurt er um líðan í starfi, starfsanda, daglegt starf, starfshætti, samstarf og samskipti, starfsþróun, símenntun, stjórnun og forystu. Það tekur um 25-35 mínútur að svara könnuninni. Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins.

Bakgrunnur starfsfólks
Starfsaldur
Aldur barna sem mest er unnið með

Líðan í starfi og starfsandi
Starfsánægja í leikskólanum
Starfsandi innan leikskólans
Jafnrétti innan leikskólans
Fjarvera heila daga undanfarinn mánuð
Fjarvera hluta úr degi undanfarinn mánuð
Tíðni áreitni meðal starfsfólks
Tíðni eineltis meðal starfsfólks

Daglegt starf og starfshættir
Trú á eigin getu
Mat á eigin færni
Sveigjanleiki í starfi
Starfsaðstaða
Álag í starfi
Aðalnámskrá og starfið
Leiðir til að fylgjast með þroska og námi

Samstarf og samskipti
Samstarf á leikskólanum
Tíðni deildar- og starfsmannafunda
Samráð um starfið
Samvinna um starfið
Upplýsingamiðlun til foreldra
Ráðgjöf vegna sérstuðnings

Starfsþróun og símenntun leikskólakennara
Svigrúm til undirbúnings og þekkingarleitar
Símenntunarþörf
Form símenntunar sem óskað er eftir
Hlutfall sem hefði viljað meiri símenntun undanfarna 12 mánuði
Hindranir í símenntun

Stjórnun og forysta
Upplýsingastreymi innan leikskólans
Endurgjöf, hvatning og hrós
Mat á frammistöðu stjórnenda
Faglegur stuðningur stjórnenda við starfsfólk

Opin svör
Vinsamlegast lýstu því hvað þér finnst sérstaklega gott við skólann.
Vinsamlegast lýstu því hvað þér finnst að megi betur fara í skólanum

Leikskólinn fær heildarniðurstöður úr könnuninni með samanburði við landið í heild í byrjun mars. Niðurstöðurnar eru jafnframt notaðar af starfsfólki Skólapúlsins í tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og fræðimenn til að auka skilning á starfi leikskólastarfsfólks á landsvísu.

Starfsmannakönnunin fer fram á netinu og er send á tölvupóstföng allra starfsmanna skv. starfsmannalista sem tengiliður Skólapúlsins sendir inn í janúar. Niðurstöður fyrir starfsmannahópa með minna en fimm starfsmönnum eru ekki birtar til að tryggja nafnleynd.

Tengiliður Skólapúlsins í leikskólanum hefur einnig möguleika á að prenta út þátttökukóða og fá starfsmenn til að svara á staðnum. Nafn hvers starfsmanns hverfur úr listanum þegar viðkomandi starfsmaður er búinn að svara. Niðurstöður leikskólans verða ekki birtar fyrr en lágmarkssvarhlutfalli er náð. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í 5 skrefum sem lýsa því hvað þarf að gera til að taka þátt í starfsmannakönnuninni.

1. Tilkynning um fyrirhugaða könnun.

Áður en starfsmannakönnunin fer fram þarf tengiliður Skólapúlsins að tilkynna öllum starfsmönnum um fyrirhugaða könnun. Mælst er til að þeir starfsmenn sem ekki vilja svara könnuninni fái viku til að hafna þátttöku. Tilkynningin fer fram í tölvupósti með stöðluðu bréfi sem finna má hér fyrir neðan. Að þessu loknu er starfsmannalisti skólans sendur inn í Skólapúlsinn á netfangið listar@skolapulsinn.is.

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (pdf)

Upplýsingabréf starfsmannakönnunar (word)

2. Innsending starfsmannalista

Þátttaka leikskólans í starfsmannakönnuninni er staðfest með innsendingu starfsmannalistans. Innsendingin þarf að hafa farið fram 5 dögum fyrir byrjun febrúarmánaðar til að könnunin geti farið fram. Athugið að listann á að senda í einu Excel-skjali án auðra raða sem viðhengi á tölvupóstfangið listar@skolapulsinn.is. Excelskjalið þarf að vista sem Excel Workbook skrá (með endinguna .xlsx). Excelskjalið þarf að innihalda 3 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Starfsmaður Nafn, Starfsmaður Netfang og Starfsmaður GSM.* Nafn skólastjóra á ekki að vera á listanum.

starfsmmynd

Mynd 1. Dæmi um starfsmannalista.

Mælt er með því að innsend Excel skjöl sem innihalda símanúmer og/eða netföng séu aðgangslæst. Aðgangsorð fyrir skjalið skal senda með sms í símanúmer Skólapúlsins, 773-0600. Einfaldar leiðbeiningar hjá Microsoft um hvernig Excel skjöl eru aðgangslæst er að finna hér.

*Upplýsingarnar úr starfsmannalistunum eru eingöngu notaðar til að senda könnunina og áminningarnar sem á eftir fylgja. Athugið að áminningar eru sendar í tölvupósti og SMS ef upplýsingar um slíkt er að finna á þeim lista sem sendur er inn. Sé farsímanúmer tiltekins þátttakanda ekki gefið upp á listanum þá fær sá og hinn sami ekki áminningu með SMS. Þegar byrjað er að svara spurningalista er nafni sjálfkrafa eytt. Þegar búið er að svara spurningalistanum er tölvupóstfangi, farsímanúmeri og þátttökukóða einnig sjálfkrafa eytt. Þegar könnuninni er lokið er nöfnum, farsímanúmerum og tölvupóstföngum þeirra sem ekki hafa svarað einnig eytt.

3. Boðsbréf og áminningar

Kerfið sendir út boðsbréf  þar sem starfsmenn eru beðnir um að taka þátt í starfsmannakönnun leikskólans með notkun Skólapúlsins. Áminningar eru sendar út, til þeirra sem ekki hafa svarað, vikulega til mánaðarloka. Í fyrstu viku er áminningin einnig send út á sms formi. Um miðjan mánuðinn er tengiliður skólans beðinn um að hefja eftirfylgni til að ná svarhlutfalli starfsmanna upp í nauðsynleg 80%.

4. Eftirfylgni

Á vefsvæði leikskólans er hægt að fylgjast með svarhlutfalli könnunarinnar. Upplýsingar um þá starfsmenn sem svarað hafa könnuninni hverfa jafnóðum og þeir byrja að svara. Æskilegt er að ná 80% svarhlutfalli, niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 60%.

5. Persónuupplýsingar

Vefkerfið hefur verið tilkynnt Persónuvernd undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum. Fullrar nafnleyndar er gætt þegar niðurstöður úr Skólapúlsinum eru birtar einstökum skólastjórnendum. Niðurstöðurnar eru einungis birtar í stórum hópum og þar sem engum persónuupplýsingum er safnað er ekki unnt að rekja svör einstakra einstaklinga aftur til þeirra.