Hvað hægt er að gera þegar nemandi gleymir að afrita nýja kóðann inn á könnunina, dettur út og þarf að byrja uppá nýtt? Get ég fengið nýjan kóða fyrir nemandann og hann byrjað alveg upp á nýtt?

Já, ef nemandinn hefur ekki slökkt á vafranum er nóg fyrir hann að fara inn á síðu könnunarinnar nemendur.skolapulsinn.is eða skanna aftur inn QR kóðann sem hann fékk, þá dettur hann inn í könnunina aftur þar sem hann datt út. Lesa meira

Má sameina úrtök eða breyta um þátttökumánuði?

Starfsfólk Skólapúlsins fjarlægir og/eða sameinar úrtök allt eftir því hvað hentar skólastarfinu í viðkomandi skóla og þörfinni fyrir upplýsingar inní innra matið. Nemendafjöldi stórra skóla (360 nem. +) gefa möguleika á óháðum 40 nemenda handahófsúrtökum fyrir alla 9 mánuði skólaársins. Lesa meira

Mig langar að forvitnast um hvort niðurstöður sem skólapúlsinn gerir séu aðgengilegar foreldrum? Ef svo er, hvar myndi maður nálgast þær niðurstöður?

Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins eru eign hver skóla fyrir sig og nýttar í lögbundnu innra mati hvers skóla fyrir sig. Mismunandi er hversu ítarlegar upplýsingar hver skóli gerir aðgengilegar úr sínum könnunum. Margir kynna þó niðurstöðurnar almennt á foreldrafundum einnig Lesa meira