Aðalsíða » Spurt og svarað

Spurt og svarað

14. ágúst, 2024

Eldri innskráningarþjónusta og umboðskerfi Ísland.is lokar 1. september 2024 og því hefur innskráningargluggi með rafrænum skilríkjum nú verið fjarlægður af vefsvæðum Vísra rannsókna ehf, s.s. www.skolapulsinn.is og www.skolavogin.is.

Frá og með föstudeginum 16. ágúst er eingöngu hægt að skrá sig inn í kerfin með netfangi og lykilorði í því skyni að virkja tveggja þátta […]

lesa meira
15. október, 2021

Já, ef nemandinn hefur ekki slökkt á vafranum er nóg fyrir hann að fara inn á síðu könnunarinnar nemendur.skolapulsinn.is eða skanna aftur inn QR kóðann sem hann fékk, þá dettur hann inn í könnunina aftur þar sem hann datt út. Ef nemandinn hefur hinsvegar slökkt á vafranum verður þú að skrá […]

lesa meira
10. september, 2021

Starfsfólk Skólapúlsins fjarlægir og/eða sameinar úrtök allt eftir því hvað hentar skólastarfinu í viðkomandi skóla og þörfinni fyrir upplýsingar inní innra matið. Nemendafjöldi stórra skóla (360 nem. +) gefa möguleika á óháðum 40 nemenda handahófsúrtökum fyrir alla 9 mánuði skólaársins. Það er þó ekki nauðsynlegt fyrir stóra skóla að taka þátt í öllum mánuðum. Við […]

lesa meira
21. október, 2020

Niðurstöður úr könnunum Skólapúlsins eru eign hver skóla fyrir sig og nýttar í lögbundnu innra mati hvers skóla fyrir sig. Mismunandi er hversu ítarlegar upplýsingar hver skóli gerir aðgengilegar úr sínum könnunum. Margir kynna þó niðurstöðurnar almennt á foreldrafundum einnig er eitthvað um að PDF skjöl með tölulegum niðurstöðum séu gerð aðgengileg á heimasíðum. Flestir […]

lesa meira
5. október, 2020

Já, nemendakönnun 6. – 10. bekkjar er á íslensku, sænsku, dönsku, pólsku, litháísku, filippeysku og ensku. Einnig er hægt að fá könnunina lesna upp á íslensku, sænsku, dönsku, pólsku og ensku. Nemendakönnun 1. – 5. bekkjar er á þremur tungumálum: íslensku, ensku og pólsku. Hægt er að fá könnunina lesna upp á þessum þremur […]

lesa meira
15. apríl, 2020

Þar sem ekki er um úrtakskönnun að ræða er í raun allur munur tölfræðilega marktækur. Marktektarprófin eru þó engu að síður höfð með þar sem þau draga oft fram mun sem er stærri og því áhugaverður. Ef talan er rauð þá er breytingin frá síðustu mælingu eða mismunurinn frá landsmeðaltali yfirstandandi árs óhagsstæður. Ef talan […]

lesa meira
3. apríl, 2020

Hvað samræmdu prófin varðar þá erum við aðallega að rýna í hvernig heildarþróun skólans hefur verið undanfarin 7 ár og hvernig ólíkir undirþættir prófanna eru að koma út í samanburði við aðra skóla af sambærilegri gerð. Einnig gefum við viðmið um hvað  má telja mikinn, töluverðan eða lítinn mun á normaldreifðum kvarða með meðaltalið 30 […]

lesa meira
7. október, 2019

Fyrstu tvö árin (2008-2010) sem nemendakönnun Skólapúlsins var framkvæmd var svörum safnað undir nafni í þeim tilgangi að hægt væri að tengja saman svör einstaklinga milli ára í fræðilegum tilgangi. Sú söfnun var úrskurðuð óheimil árið 2010 og öllum nöfnum eytt sem safnað hafði verið í kjölfarið. Eftir fund með lögfræðingum Persónuverndar árið 2010 fengum […]

lesa meira
6. febrúar, 2019

Nei, stjórnendur sjá ekki hvað hver og einn svarar. Stjórnendur sjá heldur ekki starfstitil og aldur með svörum. Könnunin virkar þannig að nafni þínu er sjálfkrafa eytt áður en þú byrjar að svara og því verða aldrei til persónuupplýsingar í gagnagrunnninum hjá okkur. Við söfnum einnig, með vilja, mjög takmörkuðum bakgrunnsupplýsingum um svarendur. Sem dæmi […]

lesa meira
1. febrúar, 2019

Boðið er uppá allar kannanir árlega, þeir sem nota kannanir Skólapúlsins regluega hafa oftast starfsmannakönnun annað árið en foreldrakönnun hitt árið. Endanleg ákvörðum um þátttöku fer þó alltaf eftir þörf fyrir upplýsingar í innra mat viðkomandi skóla á hverjum tíma. Helstu niðurstöður er settar fram á stöðluðum kvarða miðað við úrtak fyrstu fyrirlagnar.

lesa meira