Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð frá frá 21. desember til og með 2. janúar. Starfsfólk Skólapúlsins óskar nemendum, foreldrum og starfsfólki í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
lesa meiraArticles Archive for Year 2017
Fram til þessa hefur verið litið svo á að söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í þágu innra mats skóla skv. lögum um grunn-, leik- og framhaldsskóla sé undanskilin skriflegu samþykki foreldra. Slíkt samþykki er annars skýr krafa þegar um almennar vísindarannsóknir er að ræða. Nokkrir skólar hafa viljað ganga lengra í þessum efnum og safna skriflegu samþykki […]
lesa meiraNý evrópsk persónuverndarlöggjöf verður innleidd á Íslandi í maí á næsta ári. Nýja löggjöfin skyldar vinnsluaðila að veita nægjanlegar tryggingar fyrir því að þeir geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vinnsla uppfylli kröfur persónuverndarlaga og að vernd réttinda skráðra einstaklinga sé tryggð. Skólapúlsinn hefur því hafið vinnu við nýja vinnslusamninga við alla þá aðila sem […]
lesa meiraÁtta framhaldsskólar víðsvegar um land leggja nú fyrir samræmda nemendakönnun um líðan, námsumhverfi, virkni og skólabrag. Athygli vekur að notkun á SMS áminningum virðist höfða vel til snjallsímavæddra framhaldsskólanema. Eins og sjá má á myndinni fór notkun á snjallsímum til svörunar í yfir 90% í kjölfarið á notkun SMS áminningar í dag.
lesa meiraÍ dag voru birtar fyrstu niðurstöður skólaársins um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda í 6. – 10. bekk í 96 skólum um land allt. Um er að ræða nafnlaus svör tæplega 5000 nemenda við könnun sem skólarnir lögðu fyrir á samræmdan hátt. Niðurstöðurnar gera skólunum mögulegt að byggja ákvarðanir í skólastarfi vetrarins á áreiðanlegum samtímasamanburði við sambærilega […]
lesa meiraSkólum er frjálst að leggja könnunina fyrir hvenær sem það hentar innan þess mánaðar sem gefinn er til framkvæmdarinnar. Við mælum þó með því að fyrirlögnin fari fram um miðjan mánuðinn sé það mögulegt. Þar erum við að tala um t.d. viku fyrir og eftir 15. hvers mánaðar.
Ástæða þess að við viljum að könnuninni ljúki […]
lesa meiraÁnægja af lestri í Oddeyrarskóla jókst töluvert á síðasta skólaári skv. mælingum sem gerðar voru með Skólapúlsinum. Þegar rýnt var í niðurstöður skólans kom í ljós að breytingin varð í kjölfar uppsetningar á LESTU hillum á degi íslenskrar tungu og umræðu um lestur sem henni fylgdi. Oddeyrarskóli birti frétt á heimasíðu skólans sem […]
lesa meiraNotendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í […]
lesa meiraFyrsta vika skólaársins 2017-2018 er nú að hefjast víða um land. Við óskum nemendum, foreldrum og starfsfólki velfarnaðar á nýju skólaári og hlökkum til að vinna með því að bættu skólastarfi.
lesa meiraSkrifstofa Skólapúlsins verður lokuð frá mánudeginum 10. júlí til mánudagsins 17. júlí vegna sumarleyfa.
lesa meira