Aðalsíða » Grunnskólar » Aðferðafræði foreldrakönnunar

Aðferðafræði foreldrakönnunar

Hvert barn í skólanum á einn eða tvo foreldra/forsjáraðila sem skráðir eru með netföng og símanúmer hjá skólanum. Búið er til lagskipt líkindaúrtak 120 nemenda þar sem gengið er úr skugga um að nemendur af öllum aldursstigum og  báðum kynjum eigi fulltrúa. Jafnframt er gengið úr skugga um að systkini séu ekki í úrtakinu. Þegar þessu er lokið eru búnir til 120-240 þátttökukóðar fyrir foreldra allra barna í úrtakinu. Einn spurningalisti fylgir hverju barni í úrtakinu. Þátttökukóði einstæðra foreldra gefur aðgang að spurningalistanum í heild sinni. Í upphafi er sent út boðsbréf til forráðamanns 1 og honum/henni gert mögulegt að svara í um 10 daga. Forráðamaður 1 fær að auki eina SMS áminningu, annan tölvupóst, raddskilaboð og lokaáminningu á þessu 10 daga tímabili (1 sms, ein raddskilaboð og 3 tölvupóstar alls). Að 10 dögum loknum er aðgangi forráðamanns 1 lokað og nýtt boðsbréf sent á forráðamann 2 hjá þeim heimilum sem enn eiga eftir að svara og honum/henni gert mögulegt að svara til loka mánaðarins. Forráðamaður 2 fær að auki eina SMS áminningu, annan tölvupóst, raddskilaboð og lokaáminningu á 10 daga tímabili (1 sms, ein raddskilaboð og 3 tölvupóstar alls). Í lokatölvupósti til forráðamanns 2 er honum/henni tilkynnt um að símaeftirfylgni hefjist og standi til loka mánaðarins (u.þ.b. 10 daga).

Ef einungis annað foreldri barns sér um samskipti við skólann á að fjarlægja nafn óvirka foreldrisins úr listanum. Þar með fær það foreldri sem sér um samskipti við skólann allan spurningalistann.

Í tölvupósti til beggja foreldra er skýrt tekið fram að öðru foreldrinu eða báðum í sameiningu sé frjálst að svara báðum hlutum ef þannig stendur á. Í tölvupóstinum er tekið fram kyn og bekkur barnsins sem um ræðir og foreldrarnir eru beðnir að hafa það barn í huga þegar þeir svara spurningalistanum.