Aðalsíða » Grunnskólar » Úrtök nemendakönnunar

Úrtök nemendakönnunar

Mánaðarleg úrtök fyrir nemendakönnun í 6.-10. bekk

Spurningalisti er lagður fyrir mánaðarleg úrtök u.þ.b. 40 nemenda. Stærð og fjöldi úrtaka yfir skólaárið ræðst af stærð skólans og er ákveðinn í upphafi skólaárs þegar nemendalisti liggur fyrir. Lágmarksfjöldi nemenda fyrir þátttöku eru 5 nemendur samtals sem svara spurningalistanum. Í lok skólaársins hafa allir nemendur skólans svarað listanum. Eina undantekningin eru skólar með fleiri en 400 nemendur í 6.-10.bekk. Þar er 40 nemenda úrtak fyrir hvern mánuð látið nægja.

Fyrir skóla með 5-119 nemendur eru tveir úrtaksmánuðir hvert skólaár, október og apríl. Í skólum með fleiri nemendur eru úrtaksmánuðir eftirfarandi:

Fj. nem. Fj. úrtaka Úrtaksmánuðir
5-119 2 okt og apr
120-159 3 sep, jan og maí
160-199 4 okt, des, feb og apr
200-239 5 sep, nóv, jan, mar og maí
240-279 6 okt, nóv, des, feb, mar og apr
280-319 7 sep, nóv, des, jan, feb, mar og maí
320-359 8 sep, okt, nóv, des, feb, mar, apr og maí
360+ 9 sep – maí

Úrtaksmánuðum er þannig dreift jafnt yfir skólaárið til að hægt sé að fylgjast með þróun mála jafnt og þétt. Jafnframt verða heildarmeðaltöl skólaársins réttmætari þar sem að mælingunum hefur verið dreift jafnt yfir skólaárið.

Upplýsingar um úrtök, svarhlutfall og síun svara

Síun svara eftir  mótsögnum og mjög stuttum svartíma er ætlað að bæta áreiðanleika og réttmæti kvarðanna með því að hafna svörum nemenda sem taka spurningalistann ekki alvarlega og gefa ekki upp réttar upplýsingar. Meðaltöl skólanna verða nákvæmari þegar ekki eru reiknuð með svör nemanda sem eru uppvísir að því að svara svara í ósamræmi við sjálfan sig á tveimur ólíkum spurningum eða skoða viðkomandi spurningasafn í það skamman tíma að ljóst sé að nemandinn hafi ekki getað lesið og skilið allar spurningarnar.

Greint er hvaða svarmynstur og þversagnir eru algengastar í því gagnasafni sem safnað var á skólaárinu. Með innbyggðum færsluskipunum eru síuð út svör þeirra nemenda sem af einhverjum ástæðum gefa upp upplýsingar sem eru ólíklegar til að vera réttar. Tvær reglur eru settar:

A. Óáreiðanlegt svarmynstur
Nemandi svarar í ósamræmi við sjálfan sig á þeim fjórum kvörðum sem hafa spurningar með bæði neikvætt og jákvætt orðalag.

Dæmi um það er kvarðinn Ánægja af lestri. Hann hefur 9 spurningar, 4 með jákvæðu orðalagi og 5 með neikvæðu orðalagi þar sem spurt er Hve ósammála eða sammála ert þú eftirfarandi setningum um lestur.

Dæmi um jákvætt orðalag er:
Lestur er eitt af uppáhaldsáhugamálum mínum.
Dæmi um neikvætt orðalag er:
Ég les bara þegar ég verð að gera það.

Nemendur sem svara öllum spurningunum „Mjög sammála“ eða „Mjög ósammála“ eru í greinilegri mótsögn við sjálfa sig á þessum kvarða. Þeir lesa greinilega ekki spurningarnar og hafa svarstíl sem rýrir réttmæti meðaltals skólans. Ljóst er að ekki er hægt að treysta svörum nemanda með svo augljósan svarstíl og þetta svarmynstur er metið það alvarlegt að það ógildir svör nemandans á öllum spurningalistanum.

B. Of stuttur svartími
Eftir forprófunarár 2008-9 kom í ljós að dreifing svartíma nemenda á öllum spurningasöfnum var skoðaður kom í ljós að fámennur hópur nemenda hafði mjög stuttan svartíma sem ljóst er að ekki nægir til að lesa yfir allar spurningarnar og svara á áreiðanlegan hátt. Lágmarkstími til að svara könnuninni árið 2017-2018 voru 95 sekúndur.