Aðalsíða » Um vefkerfið » Persónuvernd (GDPR)

Persónuvernd (GDPR)

Skólapúlsinn uppfyllir kröfur sem gerðar eru til vinnsluaðila persónuupplýsinga á evrópska efnahgassvæðinu. Nánar má lesa um persónuverndarstefnu fyrirtækisins á þessari síðu: http://visar.is/?page_id=135

Nöfnum og öðrum persónuupplýsingum er ávallt eytt um leið og svörun er lokið

Nöfnum og öðrum persónuupplýsingum er ávallt eytt um leið og svörun er lokið. Niðurstöður eru einungis birtar sem meðaltöl hópa sem eru að lágmarki með fimm svarendur og þar sem engum persónuupplýsingum er safnað að svörun lokinni er ekki unnt að rekja svör einstakra einstaklinga aftur til þeirra.

Réttur til andmæla eða upplýst samþykki foreldra

Fram til þessa hefur verið litið svo á að söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga  í þágu innra mats skóla skv. lögum um grunn-, leik- og framhaldsskóla sé undanskilin skriflegu samþykki foreldra. Slíkt samþykki er annars skýr krafa þegar um almennar vísindarannsóknir er að ræða. Nokkrir skólar hafa viljað ganga lengra í þessum efnum og safna skriflegu samþykki frá foreldrum í stað þess að veita þeim tækifæri til að andmæla gagnasöfnun í þágu innra mats líkt og nú er gert. Skólapúlsinn mun bregaðst við þessum óskum með því að útbúa sniðmát að eyðublöðum fyrir allar kannanir Skólapúlsins sem skólar geta notað á foreldrafundi þegar nýr nemandi hefur nám í skólanum. Eyðublaðið mun innihalda upplýsingar um framkvæmd og innihald í könnunum Skólapúlsins ásamt upplýsingum um hvernig Skólpúlsinn uppfyllir kröfur sem vinnsluaðili upplýsinganna. Gert er ráð fyrir því að eyðublöðin verði tilbúin til noktunar frá og með skólaárinu 2018-2019.