Aðalsíða » Um vefkerfið » Um kvarðana

Um kvarðana

Upplýsingar um matþætti hverrar könnunar er að finna á leiðbeiningarsíðu hverrar könnunar (t.d. Grunnskólar – Nemendakönnun)

Nokkur atriði ber að hafa í huga við túlkun kvarða úr Skólapúlsinum:

1. Niðurstöðurnar eru áreiðanlegar því þær eru byggðar á síuðum gögnum þar sem óáreiðanleg svör hafa verið síðuð burt vegna þversagna í svörum og óeðlilega skamms svartíma.

2. Áreiðanleiki kvarðanna hefur verið prófaður með staðfestandi þátttagreiningu (Confirmatory Factor Analysis) og þeir aðlagaðir að þörfum notenda og nemendahópnum. 

3. Skólar sem taka þátt frá ári til árs geta skoðað niðurstöður fyrri ára með því að smella á viðkomandi ártal á síðu hvers kvarða.

4. Landsmeðaltalslínan er reiknuð fyrir hvern mánuð fyrir sig og vigtuð samkvæmt upplýsingum um stærð hvers skóla fyrir sig. 

5. Þegar nægilega margir nemendur hafa svarað birtast niðurstöðurnar sjálfkrafa eftir kyni og eftir árgangi í súluritum fyrir neðan línurit hvers kvarða, með samanburði við landsmeðaltöl.