Aðalsíða » Grunnskólar » Foreldrakönnun

Foreldrakönnun

Könnunin er gerð í febrúar ár hvert og er fyrir foreldra barna á öllum aldursstigum grunnskólans. Búið er til 120 nemenda líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í janúar. Í þeim tilfellum þar sem tvö netföng forráðamanna eru skráð á nemendur er spurningalistanum skipt í tvennt og helmingur listans sendur á sitt hvort netfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er þó frjálst að svara báðum hlutunum. Nánari útskýringar á aðferðafræði könnunarinnar er að finna hér. Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í 5 skrefum sem lýsa því hvað þarf að gera til að taka þátt í foreldrakönnuninni.

Foreldrakönnunin mælir 42 þætti í sex flokkum. Spurningarnar eru 65 talsins. Hægt er að taka könnunina á íslensku, pólsku og ensku. Um 10-15 mínútur tekur að svara allri könnuninni.

1. Nám og kennsla
1.1. Ánægja foreldra með nám og kennslu í skólanum
1.2. Ánægja foreldra með stjórnun skólans
1.3. Hæfileg þyngd námsefnis í skólanum að mati foreldra
1.4. Hæfilegur agi í skólanum að mati foreldra

2. Velferð nemenda
2.1. Ánægja foreldra með samskipti starfsfólks við nemendur
2.2. Ánægja foreldra með hve vel skólinn mætir þörfum nemenda
2.3. Líðan nemenda í skólanum að mati foreldra almennt
2.4. Líðan nemenda í kennslustundum að mati foreldra almennt
2.5. Líðan nemenda í frímínútum að mati foreldra almennt
2.6. Umfang eineltis í skólanum að mati foreldra
2.7. Ánægja foreldra með úrvinnslu skólans á eineltismálum
2.8. Ánægja foreldra með hraða á úrvinnslu skólans á eineltismálum
2.9. Ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans
2.10. Meðaltímabil eineltis
2.11. Staðir innan skólans sem einelti á sér stað

3. Aðstaða og þjónusta
3.1. Ánægja foreldra með aðstöðu í skólanum
3.2. Ánægja foreldra með tómstundaþjónustu/frístundaheimili
3.3. Hlutfall nemenda í tómstundaþjónustu/frístundaheimili
3.4. Ástæður fyrir því að nemendur nýta ekki tómstundaþjónustu
3.5. Ánægja foreldra með máltíðir í mötuneyti
3.6. Notkun á mötuneyti
3.7. Ástæður þess að nemendur nýta ekki mötuneyti

4. Foreldrasamstarf
4.1. Frumkvæði kennara að foreldrasamstarfi
4.2. Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur
4.3. Leitað eftir tillögum frá foreldrum og ábendingar teknar til greina
4.4. Þættir í skólastarfinu sem foreldrar hafa áhrif á
4.5. Þættir í skólastarfinu sem foreldrar vilja hafa meiri áhrif á
4.6. Ánægja með síðasta foreldraviðtal
4.7. Málefni sem rædd voru í síðasta foreldraviðtali
4.8. Þátttaka foreldra í gerð námsáætlunar með nemandanum
4.9. Mikilvægi þess að gera námsáætlun með nemandanum að mati foreldra
4.10. Ánægja foreldra með heimasíðu skólans
4.11. Foreldrar upplýstir um stefnu skólans og námskrá

5. Heimastuðningur
5.1. Virkni foreldra í námi barna sinna
5.2. Trú foreldra á eigin getu til að hjálpa barni sínu með námið
5.3. Vilji nemenda til að leita eftir þátttöku foreldra í náminu
5.4. Hæfileg heimavinna að mati foreldra
5.5. Tími sem foreldrar aðstoða við heimanám
5.6. Væntingar foreldra um menntunarstig barns síns

6. Opin Svör
6.1. Lýstu því hvað þér þykir gott við skólann þinn.
6.2. Lýstu því hvað þér þykir að megi betur fara í skólanum.
6.3. Athugasemdir við heimasíðu skólans

1. Tilkynning um fyrirhugaða könnun.

Áður en foreldrakönnun fer fram þarf tengiliður Skólapúlsins að tilkynna öllum foreldrum um fyrirhugaða könnun. Mælst er til að þeir foreldrar sem ekki vilja lenda í úrtaki foreldrakönnunarinnar fái viku til að hafna þátttöku. Tilkynningin fer fram í tölvupósti með stöðluðu foreldrabréfi sem finna má hér fyrir neðan. Að þessu loknu er foreldralisti skólans sendur inn í Skólapúlsinn.

Upplýsingabréf foreldrakönnunar (pdf)

Upplýsingabréf foreldrakönnunar (word)

Upplýsingabréf foreldrakönnunar (á ensku pdf)

Upplýsingabréf foreldrakönnunar (á ensku word)

Upplýsingabréf foreldrakönnunar (á pólsku pdf)

Upplýsingabréf foreldrakönnunar(á pólsku word)

2. Innsending foreldralista

Þátttaka í foreldrakönnun er staðfest með innsendingu foreldralista. Innsendingin þarf að hafa farið fram 5 virkum dögum fyrir byrjun febrúarmánaðar til að könnunin geti farið fram. Tengiliður Skólapúlsins í viðkomandi skóla flytur upplýsingarnar út úr Mentor með því að haka við alla bekki skólans og smella á krækjuna „Útflutningur“. Athugið að listann á að senda í einu Excelskjali án auðra raða sem viðhengi í tölvupósti á listar@skolapulsinn.is. Excelskjalið þarf að vista sem Excel Workbook (með endinguna .xlsx). Skólinn velur hvort hann vilji senda könnun í heilu lagi á einn forráðamann (sjá lið a)) eða sinn hvorn helminginn á sinn hvorn forráðamanninn af tveimur (sjá lið b)).

Ekki skal setja nafn forráðamanns á listann ef skólinn hefur ekki upplýsingar tölvupóstfang hans þar sem að könnunin er send út í tölvupósti og áminningar sömuleiðis. Ef forráðamaður vill ekki fá áminningu í sms skilaboðum á að fjarlægja símanúmer viðkomandi úr listanum. 

a) Ein könnun á heimili, ekki skipt í helminga

Excelskjalið þarf að innihalda 6 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Nemandi Nafn, Nemandi Bekkur, Nemandi Kyn, Forráðamaður Nafn, Forráðamaður Gsm, Forráðamaður Netfang. Þá verður einn spurningalisti sendur í heilu lagi á hvert heimili. T.d. annað hvort á móður eða föður. Athugið að sé þessi leið farin skal setja aðeins nafn eins forráðamanns á listann. Að gefnu tilefni er bent á að hver nemandi á aðeins að koma einu sinni fyrir á listanum (sjá mynd 1).*

Foreldralisti

Mynd 1. Dæmi um foreldralista ef senda á kannanir í heilu lagi á aðeins einn forráðamann nemandans (smelltu til að stækka).

b)Ein könnun send í tvennu lagi á heimili

Athugið að óski skólinn eftir því að hvert heimili fái könnunina senda í tvennu lagi og annar helmingur sendur á föður og hinn á móður þarf skjalið að innihalda 9 dálka með eftirfarandi nöfnum og í eftirfarandi röð: Nemandi Nafn, Nemandi Bekkur, Nemandi Kyn, Faðir Nafn, Faðir Gsm, Faðir Netfang, Móðir Nafn, Móðir Gsm, Móðir Netfang (sjá mynd 2).*

Foreldralisti

Mynd 2. Dæmi um foreldralista ef senda á könnun í tvennu lagi á sinn hvorn forráðamann nemanda (smelltu til að stækka).

 

3. Boðsbréf og áminningar

Kerfið sendir út boðsbréf  þar sem foreldrar eru beðnir um að taka þátt í foreldrakönnun skólans með notkun Skólapúlsins. Áminningar eru sendar út, til þeirra sem ekki hafa svarað, vikulega til mánaðarloka. Að auki er ein SMS áminning send út í fyrstu viku mánaðarins. Um miðjan mánuðinn er tengiliður skólans minntur á möguleikann á símaeftirfylgni til að ná svarhlutfalli foreldra uppí nauðsynleg 80%.

4. Símaeftirfylgni

Á vefsvæði skólans er hægt að fylgjast með svarhlutfalli könnunarinnar. Upplýsingar um þá foreldra sem svarað hafa könnuninni hverfa jafnóðum og þeir byrja að svara. Hægt er að hringja í þá sem eiga eftir að svara og minna þá á eða bjóða þeim að svara í gegn um símann. Mælt er með því að byrja á símaeftirfylgni um miðjan mánuðinn og ljúka henni 3 dögum fyrir mánaðarmót. Æskilegt er að ná  80% svarhlutfalli, niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er lægra en 60%.
Möguleiki er á símaeftirfylgni úr símaveri Skólapúlsins en sú þjónusta er ekki innifalin í grunngjaldi.

5. Persónuupplýsingar

Vefkerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum. Fullrar nafnleyndar er gætt þegar niðurstöður úr Skólapúlsinum eru birtar einstökum skólastjórnendum. Niðurstöðurnar eru einungis birtar í stórum hópum og þar sem engum persónuupplýsingum er safnað er ekki unnt að rekja svör einstakra einstaklinga aftur til þeirra.

*Upplýsingarnar úr foreldralistunum eru eingöngu notaðar til að búa til líkindaúrtak skólans sem notað er í könnuninni. Þegar byrjað er að svara spurningalista er nafni og símanúmeri sjálfkrafa eytt. Þegar búið er að svara spurningalista er tölvupóstfangi og þátttökukóða einnig sjálfkrafa eytt. Þegar könnuninni er lokið er nöfnum, símanúmerum og tölvupóstföngum þeirra sem ekki hafa svarað einnig eytt.