Öryggisskimun á innskráningu

Öryggisfyrirtækið Syndis framkvæmdi nýverið öryggisskimun á innskráningargátt Skólavogarinnar/Skólapúlsins. Uppsetning innskráningargáttanna stóðst öll helstu öryggispróf sem framkvæmd voru. Í kjölfar skimunarinnar voru innskráningargáttirnar uppfærðar samkvæmt leiðbeiningum Syndis til að styrkja öryggi þeirra enn frekar.

Starfsmannapúlsinn 2020

Starfsmannapúlsinn gerir skólum og sveitarfélögum mögulegt að samræma starfsmannakannanir leik- og grunnskóla við starfsmannakannanir annarra vinnustaða innan sveitarfélagsins. Starfsmannapúlsinn var nýlega kynntur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 2020. Horfa má á kynninguna hér: https://vimeo.com/473793662