Aðalsíða

Skólapúlsinn í Kastljósinu

10. október, 2011

Í síðasta mánuði kynntu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jón Páll Haraldsson í Kastljósi RÚV skýrslu um kynjamun hjá grunnskólanemendum í Reykjavík. Hún er afrakstur vinnu starfshóps á vegum Menntasviðs Reykjavíkur um stráka og skólann. Metinn var kynjamunur í námsárangri en einnig líðan, námsvirkni og bekkjaranda. Hópurinn nýtti meðal annars niðurstöður úr Skólapúlsinum þar sem fram kemur m.a. að líðan stúlkna versnar áberandi mikið þegar líður á unglingadeildina á meðan þessi þróun er ekki sýnileg hjá drengjum. Viðtalið er á YouTube: http://www.youtube.com/watch?v=gqIRnw6zZ0g.
Nánar má lesa um niðurstöður starfshópsins hér: http://strakar.wordpress.com/