Aðalsíða

Velferð barna – þremur árum síðar

21. mars, 2012

Skólapúlsinum var boðið að vera með erindi á morgunverðarfundi sem haldinn var í morgun á vegum Náum áttum (www.naumattum.is) sem er opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnir. Kristján Ketill flutti erindið sem bar yfirskriftina „Skólapúlsinn – vísbendingar um virkni líðan og skóla- og bekkjaranda 6. – 10. bekkinga frá hruni“. Í erindinu voru kynntar vísbendingar úr heildarmeðaltölum sem benda til þess að flestir mælikvarðar Skólapúlsins hafi staðið í stað eða sýnt lítilsháttar jákvæða þróun á undanförnum fjórum árum. Niðurstöðurnar ná eingöngu til þeirra skóla sem notuðu sjálfsmatskerfið á þessu tímabili. Glærukynninguna sem Kristján hélt má nálgast með því að smella hér.