Aðalsíða

Einn af hverjum fjórum svarar á farsíma eða spjaldtölvu

3. febrúar, 2015

Samræmd foreldrakönnun fyrir foreldra í grunnskólum var send út til rúmlega 14 þúsund foreldra í 83 grunnskólum í gær. Í dag hafa rúmlega 1500 foreldrar þegar svarað könnuninni. Þar af hefur tæplega eitt foreldri af hverjum fjórum nýtt sér kosti nýja gagnasöfnunarviðmóts Skólapúlsins og svarað á snjallsíma eða spjaldtölvu. Eftir tvo daga munu þeir foreldrar sem ekki hafa enn svarað fá SMS með slóð að könnuninni. Líklegt má telja að það auki enn frekar það hlutfall svarenda sem kýs að svara á farsíma.