Aðalsíða

Hvernig er með foreldrabréfið, þarf ég ekki að senda það út líka?

22. maí, 2015

Svar: Mælst er til þess að nýir foreldrar (aðallega foreldrar nemenda í 6. bekk) fái foreldrabréfið í hendur og nokkra daga til að hafna þátttöku. Tilkynningarnar eru á vegum skólans sem er framkvæmda- og ábyrgðaraðili rannsóknarinnar samkvæmt samningi við skólann. Við erum vinnsluaðili og störfum í umboði skólans. Foreldrabréf er að finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=239

Skólanum ber ekki lagaskylda til að láta foreldra vita þar sem ekki er verið að safna persónuupplýsingum og söfnunin fellur því ekki undir lög um persónuvernd. Við mælum samt með því að foreldrar séu upplýstir, þannig að allir séu meðvitaðir og sammála um hvað er verið að gera í skólastarfinu.