Aðalsíða

Geta stjórnendur séð hvað hver og einn starfsmaður svarar? Eða getur hann séð starfstitil og aldur með svörum?

6. febrúar, 2019
Nei, stjórnendur sjá ekki hvað hver og einn svarar. Stjórnendur sjá heldur ekki starfstitil og aldur með svörum. Könnunin virkar þannig að nafni þínu er sjálfkrafa eytt áður en þú byrjar að svara og því verða aldrei til persónuupplýsingar í gagnagrunnninum hjá okkur. Við söfnum einnig, með vilja, mjög takmörkuðum bakgrunnsupplýsingum um svarendur. Sem dæmi þá er hvorki safnað upplýsingum um aldur eða kyn þess sem svarar í starfsmannakönnun Skólapúlsins. Einu bakgrunnsupplýsingarnar sem eru vistaðar er hvort að viðkomandi starfsmaður er kennari og á hvaða stigi (yngsta-, mið-, eða elsta stigi) viðkomandi kennari starfar. Ef svo ólíklega vill til að þessar upplýsingar mynda hóp sem er með minna en 5 svarendum þá eru viðkomandi niðurstöður sjálfkrafa fjarlægðar. Nánari upplýsingar um hvernig við tryggjum persónuvernd má finna hér: http://visar.is/?page_id=135