Aðalsíða

Vorfundur 2020 27. maí (fjarfundur)

7. maí, 2020

Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 27. maí næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Zoom. Krækju á fundinn má finna hér:https://us02web.zoom.us/j/84027222903

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og starfsmannakannanir
ásamt eftirvinnslu niðurstaðna samræmdra prófa. 
13.30-15.00 Sveitarfélög: Skólavogin og Starfsmannapúlsinn
15.30-17.00 Framhaldsskóli: Nemendakönnun og Starfsmannapúlsinn

Þeir sem ekki eiga heimangengt á fundinn eru hvattir til að koma skoðunum sínum á framfæri með því að senda okkur tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is. Glærur af fundinum verða gerðar aðgengilegar á vef Skólapúlsins að fundi loknum.

Fundurinn er ætlaður skólastjórnendum og tengiliðum Skólapúlsins/Skólavogarinnar/Starfsmannapúlsins. Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku með því að senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is fyrir 27. maí næstkomandi.