Aðalsíða

Málþing samráðshóps um forvarnir hjá Reykjavíkurborg

26. mars, 2021

Málþing samráðshóps um forvarnir hjá Reykjavíkurborg var haldið þann 25. mars. Á þinginu var Skólapúlsinum boðið að kynna þróun á heildarniðurstöðum Reykjavíkurborgar sem tengjast forvörnum. Helstu niðurstöður eru að líðan nemenda í 6. – 10. bekk í Reykjavík (sem og annars staðar á landinu) hefur dalað töluvert á  undanförnum 6 árum. Einnig hefur virkni nemenda látið undan síga. Skóla- og bekkjarandi hefur aftur á móti einungis dalað lítilega. Sérstaka athygli vakti dalandi stjórn á eigin lífi, dalandi sjálfsálit og trú á eigin vinnubrögðum í námi sl. 2 ár. Mikinn breytileika má finna á milli skóla og yfir tíma innan skóla sem gefur til kynna að mögulegt sé að sporna gegn þróuninni með markvissum aðgerðum. Málþinginu var streymt á Facebook og hægt verður að horfa á málþingið í einhvern tíma á eftirfarandi slóð: https://www.facebook.com/405625165041/videos/270919971274495 kynning Skólapúlsins hefst á 44. mínútu.