Aðalsíða

Tveggja þátta auðkenning við innskráningu frá 1. september n.k.

16. janúar, 2024

Notendur Skólapúlsins hafa undanfarin ár notað rafræn skilríki til að skrá sig inn í vefkerfið með öruggum hætti. Breyting verður á því fyrirkomulagi haustið 2024 vegna nýrra áherslna hjá Stafrænu Íslandi sem nú mun fyrst og fremst þjónusta hið opinbera og sveitarfélögin.

Tveggja þátta auðkenning er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum. Þegar slík aðferð er notuð við innskráningu í vefkerfi þá notar notandinn bæði lykilorð (að eigin vali) og kóða sem fenginn er úr sannvottunarforriti sem hlaðið hefur verið niður í síma. 

Háskóli Íslands reið á vaðið með notkun tveggja þátta auðkenningar nýverið og gaf út mjög gagnlegar leiðbeiningar fyrir bæði nemendur og starfsmenn sem sjá má hér fyrir áhugasama.

Hægt er að nota ýmis sannvottunarforrit (s.s. Authy, 1Passord, Microsoft Authenticator o.fl.).

Í apríl/maí munum við senda notendum Skólapúlsins nánari leiðbeiningar varðandi þessa nýju innskráningaraðferð.