Aðgengilegri úrtök
Úrtaksgerð fyrir alla mælingamánuði hvers skóla fer nú fram um leið og nemendalistinn hefur verið sendur inn í upphafi skólaársins. Úrtakslisti hvers mánaðar birtist nú sjálfkrafa á niðurstöðusíðu hvers skóla og er aðgengilegur til prentunar þar út þann mánuð. Þetta gerir það að verkum að hægt er að byrja á fyrirlögn strax í upphafi hvers mælingamánaðar. Tölvupóstur með úrtaki mánaðarins og áminningar verða engu að síður áfram sendar á tengiliði eins og verið hefur. Lesa meira