Velkomin á heimasíðu Skólapúlsins
Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólapúlsinn.
Skólapúlsinn er vefkerfi sem veitir skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og um skóla- og bekkjaranda. Niðurstöður um stöðu nemenda í 6.-10. bekk eru bornar saman við niðurstöður fyrri mælinga í skólanum og við landsmeðaltal sem gefur skýrar vísbendingar um þróun mála í skólanum og stöðu nemenda í skólanum miðað við nemendur í öðrum skólum í landinu. Gerð spurningakvarða og forritun vefviðmóts hófst í byrjun árs 2008 og forprófanir fóru fram í apríl og maí það ár. Skólaárið 2008-2009 var fyrsta ár Skólapúlsins í notkun. Nú fá þátttökuskólar upplýsingar um stöðu nemenda sinna reglulega í línuritum. Grunnskólar víðs vegar á landinu eru skráðir í verkefnið en nemendur í 6.-10. bekk taka þátt. Í þátttökuskólunum er meirihluti allra grunnskólanemenda í þessum bekkjum á landinu.