Aðgengilegri úrtök
Úrtaksgerð fyrir alla mælingamánuði hvers skóla fer nú fram um leið og nemendalistinn hefur verið sendur inn í upphafi skólaársins. Úrtakslisti hvers mánaðar birtist nú sjálfkrafa á niðurstöðusíðu hvers skóla og er aðgengilegur til prentunar þar út þann mánuð. Þetta gerir það að verkum að hægt er að byrja á fyrirlögn strax í upphafi hvers mælingamánaðar. Tölvupóstur með úrtaki mánaðarins og áminningar verða engu að síður áfram sendar á tengiliði eins og verið hefur. Áfram er mælt með að fyrirlögn fari fram um miðbik mánaðarins þegar færi gefst á skólatíma. Þegar skólaárið er liðið hafa allir nemendur skólans svarað listanum einu sinni. Eina undantekningin eru skólar með meira en 400 nemendur í 6.-10. bekk. Þar eru níu 40 nemenda úrtök fullnægjandi.