Ég er í vandræðum þar sem að hér eiga nokkur  börn eftir að taka könnun þennan mánuðinn en hafa ekki forsendur til að taka hana. Hvað er til ráða?

Svar: Almennt ætti ekki að fjarlægja nemendur úr úrtaki sem tilheyra nemendahópnum nema að þeir skilji ekki spurningarnar vegna mjög alvarlegra þroskafrávika. Kerfið síar sjálfkrafa frá óáreiðanleg svör þannig að það er allt í lagi að leyfa nemendum að reyna Lesa meira

Ég átta mig ekki alveg á fjölda svarenda í skýrslunni okkar. Hér eru 8 nemendur í 6.-7. bekk en mér sýnist að niðurstöður segi þáttakendur 16, er þetta rétt?

Svar: Já, það passar. Um er að ræða fjölda svara sem liggja að baki. Nemendur skólans svöruðu könnuninni í október og aftur í apríl síðastliðnum og því er fjöldi svara tvöfaldur fjöldi nemenda.

Er ekki heldur snemmt að leggja fyrir könnun þegar nemendur eru bara búnir að vera í skólanum í viku?

Svar: Í stærri skólum tekur hluti nemenda könnunina strax í september. Þeir eru valdir af handahófi úr öllum bekkjum og af báðum kynjum. Fyrsta mæling vetrarins er hugsuð sem grunnlína sem hægt er að nota síðar á skólaárinu til að Lesa meira