Svar: Almennt ætti ekki að fjarlægja nemendur úr úrtaki sem tilheyra nemendahópnum nema að þeir skilji ekki spurningarnar vegna mjög alvarlegra þroskafrávika. Kerfið síar sjálfkrafa frá óáreiðanleg svör þannig að það er allt í lagi að leyfa nemendum að reyna ef þeir eiga einhverja möguleika á að svara. Ef nemendurnir eiga enga möguleika á að svara þá getum við fjarlægt þá úr úrtakinu.