Hvað hægt er að gera þegar nemandi gleymir að afrita nýja kóðann inn á könnunina, dettur út og þarf að byrja uppá nýtt? Get ég fengið nýjan kóða fyrir nemandann og hann byrjað alveg upp á nýtt?
15. október, 2021
Já, ef nemandinn hefur ekki slökkt á vafranum er nóg fyrir hann að fara inn á síðu könnunarinnar nemendur.skolapulsinn.is eða skanna aftur inn QR kóðann sem hann fékk, þá dettur hann inn í könnunina aftur þar sem hann datt út. Ef nemandinn hefur hinsvegar slökkt á vafranum verður þú að skrá þig inn á skolapulsinn.is og óska eftir nýjum kóða fyrir nemandann þar. Ef nemandinn fær nýjan kóða er mikilvægt að nemandinn svari ekki aftur þeim spurningum sem hann kann að hafa náð að svara í fyrri tilraun því annars verða þau svör tvítalin í niðurstöðunum.