Aðalsíða

Má sameina úrtök eða breyta um þátttökumánuði?

10. september, 2021

Starfsfólk Skólapúlsins fjarlægir og/eða sameinar úrtök allt eftir því hvað hentar skólastarfinu í viðkomandi skóla og þörfinni fyrir upplýsingar inní innra matið. Nemendafjöldi stórra skóla (360 nem. +) gefa möguleika á óháðum 40 nemenda handahófsúrtökum fyrir alla 9 mánuði skólaársins. Það er þó ekki nauðsynlegt fyrir stóra skóla að taka þátt í öllum mánuðum. Við mælum þó með þátttöku í að lágmarki  5 úrtökum (200 nemendum) sé leyft að taka könnunina á meðan á skólaárinu stendur og að úrtökunum sé dreift samhverft yfir skólaárið. Með þessu móti fæst nóg afl í gögnin til að greina heildarniðurstöður skólaársins eftir árgöngum. Ókosturinn við slíka nálgun er hinsvegar sá að fjöldi nemenda fær ekki að koma á framfæri nafnlausum skoðunum á viðkomandi skólaári.