Ég átta mig ekki alveg á fjölda svarenda í skýrslunni okkar. Hér eru 8 nemendur í 6.-7. bekk en mér sýnist að niðurstöður segi þáttakendur 16, er þetta rétt?

Svar: Já, það passar. Um er að ræða fjölda svara sem liggja að baki. Nemendur skólans svöruðu könnuninni í október og aftur í apríl síðastliðnum og því er fjöldi svara tvöfaldur fjöldi nemenda.

Er ekki heldur snemmt að leggja fyrir könnun þegar nemendur eru bara búnir að vera í skólanum í viku?

Svar: Í stærri skólum tekur hluti nemenda könnunina strax í september. Þeir eru valdir af handahófi úr öllum bekkjum og af báðum kynjum. Fyrsta mæling vetrarins er hugsuð sem grunnlína sem hægt er að nota síðar á skólaárinu til að Lesa meira

Allir nemendur sem lentu í úrtaki hjá okkur í þessum mánuði hafa lokið við að taka könnunina. Hvenær má vænta niðurstaðna?

Svar: Niðurstöður hvers mánaðar eru gerðar aðgengilegar í fyrstu viku nýs mánaðar. Skólar hafa allan mánuðinn til að ljúka fyrirlögninni. Samræmd úrvinnsla hefst fyrsta virka dag næsta mánaðar á eftir og niðurstöður liggja fyrir skömmu síðar. Tölvupóstur er sendur út Lesa meira