Aðalsíða

Allir nemendur sem lentu í úrtaki hjá okkur í þessum mánuði hafa lokið við að taka könnunina. Hvenær má vænta niðurstaðna?

22. maí, 2015

Svar: Niðurstöður hvers mánaðar eru gerðar aðgengilegar í fyrstu viku nýs mánaðar. Skólar hafa allan mánuðinn til að ljúka fyrirlögninni. Samræmd úrvinnsla hefst fyrsta virka dag næsta mánaðar á eftir og niðurstöður liggja fyrir skömmu síðar. Tölvupóstur er sendur út til skólastjóra/tengiliða þegar niðurstöður eru aðgengilegar á vefsvæðinu nidurst0dur.skolapulsinn.is en athugið að frá vori 2017 hafa einungis skólastjóranetföng aðgang að niðurstöðum nema sérstaklega sé óskað eftir að viðbótarnetfön,g t.d. tengiliðar, verði skráð með skólastjóraaðgang. Áfram er þó hægt að deila niðurstöðum með hvaða netfangi sem er.