Nýr þjónustu- og vinnslusamningur í undirbúningi
30. nóvember, 2017
Ný evrópsk persónuverndarlöggjöf verður innleidd á Íslandi í maí á næsta ári. Nýja löggjöfin skyldar vinnsluaðila að veita nægjanlegar tryggingar fyrir því að þeir geri viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vinnsla uppfylli kröfur persónuverndarlaga og að vernd réttinda skráðra einstaklinga sé tryggð. Skólapúlsinn hefur því hafið vinnu við nýja vinnslusamninga við alla þá aðila sem Skólapúlsinn vinnur upplýsingar fyrir og þá aðila sem vinna upplýsingar fyrir Skólapúlsinn. Á næsta skólaári munu skólastjórar því verða beðnir um að staðfesta nýjan þjónustu- og vinnslusamning í tengslum við framkvæmd kannana á skólaárinu 2018-2019.