Aðalsíða

Réttur til andmæla eða upplýst samþykki foreldra

30. nóvember, 2017

Fram til þessa hefur verið litið svo á að söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í þágu innra mats skóla skv. lögum um grunn-, leik- og framhaldsskóla sé undanskilin skriflegu samþykki foreldra. Slíkt samþykki er annars skýr krafa þegar um almennar vísindarannsóknir er að ræða. Nokkrir skólar hafa viljað ganga lengra í þessum efnum og safna skriflegu samþykki frá foreldrum í stað þess að veita þeim einungis tækifæri til að andmæla gagnasöfnun í þágu innra mats líkt og nú er gert.

Skólapúlsinn mun bregaðst við þessum óskum með því að útbúa sniðmát að eyðublöðum fyrir allar kannanir Skólapúlsins sem skólar geta notað á foreldrafundi þegar nýr nemandi hefur nám í skólanum. Eyðublaðið mun innihalda upplýsingar um framkvæmd og innihald í könnunum Skólapúlsins ásamt upplýsingum um hvernig Skólpúlsinn uppfyllir kröfur sem vinnsluaðili upplýsinga skv. nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í maí 2018. Gert er ráð fyrir því að eyðublöðin verði tilbúin til noktunar frá og með skólaárinu 2018-2019.