Aðalsíða »

Articles Archive for Year 2017

2. júní, 2017

Vorfundur Skólapúlsins fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Góðar umræður sköpuðust um innihald og framkvæmd kannana á öllum skólastigum. Í kjölfarið var ákveðið að breyta orðalagi og fella út nokkrar spurningar. Helstu breytingar á komandi skólaári verður að finna í foreldrakönnun leikskóla þar sem spurningum sem snerta upplýsingamiðlun til foreldra verður fækkað úr 10 í […]

lesa meira
17. maí, 2017

Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnun.
13.30-15.00 […]

lesa meira
9. maí, 2017

Niðurstöður samræmdra foreldrakannana og starfsmannakannana í grunn- og leikskólum eru orðnar hluti af niðurstöðum skólanna í Skólapúlsinum.

Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar grunnskóla og starfsmannakönnunar leikskóla fór fram í febrúar og birtust niðurstöður í fyrstu viku mars. Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar leikskóla og starfsmannakönnunar grunnskóla fór fram í mars og birtust niðurstöður í byrjun apríl.

Líkt og áður var þátttaka góð og svarhlutfall hjá stórum […]

lesa meira
13. mars, 2017

Skólapúlsinn flutti nýverið skrifstofu sína í Hamraborg 12 í Kópavogi. Símanúmerið 583-0700 helst óbreytt. Skrifstofan og síminn eru opin sem fyrr frá 08-16 alla virka skóladaga.

lesa meira
7. febrúar, 2017

Samræmd foreldrakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í mars næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir foreldra fyrir 22. febrúar. Áður en foreldralistinn er sendur inn er mælst til þess að skólinn gefi foreldrum færi á að hafna þátttöku. Foreldrabréfið og nákvæmar leiðbeiningar […]

lesa meira
7. febrúar, 2017

Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í grunnskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í næsta mánuði. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 22. febrúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1163

lesa meira
12. janúar, 2017

Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í næsta mánuði. Hægt er að staðfesta þátttöku leikskóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 25. janúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1506

lesa meira
12. janúar, 2017

Samræmd foreldrakönnun Skólapúlsins í grunnskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í febrúar næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir foreldra nemenda skólans fyrir 25. janúar. Áður en foreldralistinn er sendur inn er mælst til þess að skólinn gefi foreldrum færi á að hafna þátttöku. Foreldrabréfið og […]

lesa meira
4. janúar, 2017

Rúmlega 600 framhaldsskólanemar víða af landinu tóku þátt samræmdri nemendakönnun sem unnin var af Skólapúlsinum í nóvembermánuði síðastliðnum. Nemendur fengu könnunina bæði senda í tölvupósti og með sms skilaboðum. Könnuninni má svara beint á snjallsímum og tekur um 15 mínútur. Könnunin var nú framkvæmd í fjórða sinn og fengu þátttökuskólar niðurstöður með samanburði við aðra […]

lesa meira