Fyrstu niðurstöður skólaársins
3. nóvember, 2017
Í dag voru birtar fyrstu niðurstöður skólaársins um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda í 6. – 10. bekk í 96 skólum um land allt. Um er að ræða nafnlaus svör tæplega 5000 nemenda við könnun sem skólarnir lögðu fyrir á samræmdan hátt. Niðurstöðurnar gera skólunum mögulegt að byggja ákvarðanir í skólastarfi vetrarins á áreiðanlegum samtímasamanburði við sambærilega skóla.