Aðalsíða

Hvernig breytti Skólapúlsinn verklagi sínu í kjölfar úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2010/751?

7. október, 2019

Fyrstu tvö árin (2008-2010) sem nemendakönnun Skólapúlsins var framkvæmd var svörum safnað undir nafni í þeim tilgangi að hægt væri að tengja saman svör einstaklinga milli ára í fræðilegum tilgangi. Sú söfnun var úrskurðuð óheimil árið 2010 og öllum nöfnum eytt sem safnað hafði verið í kjölfarið. Eftir fund með lögfræðingum Persónuverndar árið 2010 fengum við fullvissu um að grunnskólum væri heimilt að safna upplýsingum með ópersónugreinanlegum hætti til að uppfylla 36. grein laga um grunnskóla. Frá árinu 2010 hafa því niðurstöður ekki verið tengdar nöfnum í könnunum Skólapúlsins.