Aðalsíða

Niðurstöður samræmdra próf í 4. og 7. bekk (eftirvinnsla)

31. október, 2019

Niðurstöður samræmdra próf í 4. og 7. bekk frá því í september eru nú tilbúnar til eftirvinnslu. Unnar skýrslur sýna viðkomandi skóla í nafnlausum samanburði við alla aðra skóla á landinu. Niðurstöðurnar innihalda myndrit þar sem niðurstöður skólans eru brotnar niður eftir kyni og eftir árgöngum. Þróun hvers árgangs á miðstigi er jafnframt borin saman við niðurstöður sama árgangs þegar sá hópur var á yngsta stigi. Niðurstöðurnar innihalda nú heildareinkunnir ásamt öllum undirþáttum prófsins (s.s. lesskilning og málnotkun).

Skráning fyrir skýrslu skólaársins (2019-2020) fer fram á niðurstöðusíðum Skólapúlsins (með því að smella á Stillingar) eða með því að senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is. Innifalið í áskriftinni er aðstoð við túlkun á niðurstöðunum og notkun kerfisins í síma og/eða tölvupósti frá klukkan 08:00-16:00 alla virka skóladaga.